Fundur 1643

  • Bćjarráđ
  • 22. maí 2023

1643. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 16. maí 2023 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Málefni aðalfundar Kölku-sorpeyðingarstöðvar sf. - 2305009
Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri Kölku mætti á fundinn og kynnti starfsemi Kölku og framtíðarplön í rekstrinum. Einnig sat fundinn undir þessum dagskrárlið fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Kölku, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir.

2. Vinnuaðstaða starfsfólks á bókasafni í Hópsskóla - 2305039
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 til kaupa á skrifstofuhúsgögnum fyrir starfsmann bókasafns í Hópsskóla að fjárhæð 550.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

3. Garðsláttur eldri borgara - 2304041
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

Bæjarráð samþykkir að hafa fyrirkomulagið óbreytt nú í sumar en málið verði skoðað betur fyrir sumarið 2024.

4. Betri vinnutími í leikskóla - 2304001
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi 131 þann 4. maí sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tímasetta áætlun um að ná þeim markmiðum sem sett eru.

5. Sumarlokun leikskóla Grindavíkurbæjar - 2212026
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi nr. 131 dags. 4. maí sl. Jafnframt er lagt fram bréf frá skólastjóra Lautar, dags. 5. maí sl.

Bæjarráð samþykkir að stytta sumarlokun í Laut í 4 vikur og það taki gildi sumarið 2024 og að það verið útfært í fjárhagsáætlunarvinnu í haust.

6. Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 2109132
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi nr. 131 dags. 4. maí sl.

Bæjarráð samþykkir tillögur og útfærslu sem er í minnisblaðinu en það felur í sér afslátt á vistunargjöldum ef börn eru ekki í leikskóla milli jóla og nýárs, í dymbilviku og auknu sumarleyfi. Sækja þarf um afslátt í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins innan þeirra tímamarka sem gefinn verður.

7. Læsisstefna Grindavíkurbæjar - 2304015
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi 131 þann 4. maí sl.

Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd um mikilvægi læsisstefnu og lýsir jafnframt yfir áhuga sínum á verkefninu "Kveikjum neistann" og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að óska eftir kynningu á verkefninu.

8. Rekstur Fab Lab á Suðurnesjum - 2305008
Lagt fram minnisblað frá Menntaneti Suðurnesja, dags. 27. apríl sl. um stafræna smiðju þar sem gerð er grein fyrir markmiðum og fjármögnun verkefnisins.

Málinu frestað til næsta fundar.

9. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049
Lögð fram drög að lokaskýrslu frá KPMG um úttekt á stjórnskipulagi Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð þakkar KPMG fyrir skýrsluna og mun bæjarráð ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum vinna málið áfram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659