Fundur 131

  • Frćđslunefnd
  • 9. maí 2023

131. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 4. maí 2023 og hófst hann kl. 16:30.


Fundinn sátu:
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, formaður,
Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður,
Eva Rún Barðadóttir, aðalmaður,
Auður Arna Guðfinnsdóttir, varamaður,
Petra Rós Ólafsdóttir, varamaður. 

Einnig sátu fundinn:
Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri,
Inga Þórðardóttir, skólastjóri,
Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri,
Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri,
Valdís Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskóla,
Telma Rut Eiríksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskóla
Dagmar Lilja Marteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskóla,
Jóhanna Lilja Birgisdótttir, deildarstjóri skólaþjónustu

Fundargerð ritaði:  Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Deildarstjóri skólaþjónustu.

Dagskrá:

1.      Skóladagatal Grunnskóla Grindavíkur skólaárið 2023-2024 - 2302112
    Skólastjóri grunnskóla og áheyrnarfulltrúi kennara sátu undir þessum lið. 

Skólastjóri leggur fram skóladagatal Grunnskóla Grindavíkur skólaárið 2023-2024. Fræðslunefnd samþykkir dagatalið.
         
2.      Skóladagatal Tónlistarskóla Grindavíkur skólaárið 2023-2024 - 2302115
    Skólastjóri tónlistarskólans sat undir þessum lið. 

Skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur leggur fram til kynningar skóladagatal tónlistarskólans fyrir skólaárið 2023-2024. 
         
3.      Læsisstefna Grindavíkurbæjar - 2304015
    Stjórnendur leikskóla-, grunnskóla og tónlistarskóla ásamt áheyrnarfulltrúum sátu undir þessum lið. 

Fræðslunefnd leggur til skipan stýrihóps að vinnu að heildrænni læsisstefnu fyrir samfélagið í Grindavíkurbæ. Stýrihópnum er falið það hlutverk að hafa umsjón með framkvæmd heildrænnar læsisstefnu fyrir allt samfélagið. 
         
4.      Betri vinnutími í leikskóla - 2304001
    Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúa kennara sátu undir þessum lið 

Sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs leggur fram til kynningar yfirlit um mögulegar leiðir til að létta á álagi starfsfólks í leikskólanum Laut vegna styttingar vinnuvikunnar. Fræðslunefnd samþykkir framlagða áætlun um hvernig markmiðum um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum verði náð. 

         
5.      Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 2109132
    Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum kennara leikskóla sátu undir þessum lið. 

Umræða um opnun leikskólanna milli jóla og nýárs og mætingu barna á þeim 
tíma. Fræðslunefnd vísar í bókun Bæjarráðs þann 22. júní 2022. Þar sem fram kom að Bæjarráð hafnaði tillögum að lokun milli jóla- og nýárs á þeim forsendum að slíkt myndi skerða þjónustu. Leikskólar Grindavíkurbæjar verða opnir milli jóla og nýárs. 

Dagana milli jóla og nýárs geta forráðamenn skráð börn sín í frí og fengið leikskólagjöld felld niður. 

Fræðslunefnd leggur til að foreldrar leikskólabarna geti sótt um niðurfellingu gjalda vegna þeirra barna sem skráð eru í fríi í dymbilviku. 

Fræðslunefnd leggur til að foreldrar geti sótt um niðurfellingu leikskólagjalda ef barn er skráð er í frí á sumarleyfistímabili. 

Fræðslunefnd leggur til að breyting verði á því hvernig foreldrar sækja um afslátt af gjöldum. Lagt er til foreldrar geti sótt um niðurfellingu gjalda í gegnum íbúagátt. 

         
6.      Sumarlokun leikskóla Grindavíkurbæjar - 2212026
    Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum kennara leikskóla sátu undir þessum lið. 

Fræðslunefnd leggur til að lengd sumarleyfis leikskóla í Grindavík verði samræmd til að tryggja íbúum sambærilega þjónustu óháð því hvaða leikskóla barn er á. Breytingin felur það í sér að sumarleyfi á Laut verður stytt úr 5 vikum í 4 vikur sumarið 2024. Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum en einn situr hjá. 
         
7.      Hvatningarverðlaun fræðslunefndar - 2301105
    Fræðslunefnd ræddi hugmyndir varðandi hvatningarverðlaun fræðslumála. Verðlaunin verða afhent á næsta fundi fræðslunefndar. 

         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2023