Íbúafundur

  • Fundur
  • 5. maí 2023

Kalka, í samvinnu við sveitarfélögin, boðar til íbúafundar vegna breytinga á meðhöndlun úrgangs og innleiðingar á hringrásarhagkerfinu. Eins og fram hefur komið er von á þriðju sorptunnunni við hvert heimili í lok maí. Helstu breytingarnar eru að nú þarf að aðskilja plast og pappa og byrjað verður að flokka matarleifar.

Fundurinn í Grindavík fer fram fimmtudaginn 11. maí í Gjánni og hefst klukkan 17:30 og stendur til 18:30. Hægt verður að horfa á fundinn í beinu streymi af YouTube rás bæjarsins. Þá verður einnig hægt að nálgast hann síðar á sömu síðu. Fyrir þá sem ekki komast á fundinn verður hægt að senda spurningar í gegnum Facebook síðu bæjarins eða í tölvupósti á netfangið heimasidan@grindavik.is 


Deildu ţessari frétt