Opiđ fyrir umsóknir í Skólasel fyrir skólaáriđ 2023-2024

 • Fréttir
 • 2. maí 2023

Skráning er hafin í Skólasel fyrir komandi vetur og fer hún fram í gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar. 

(Innskráning á íbúagáttina fer fram með rafrænum skilríkum en eyðublaðið má finna undir umsóknir, í kafla 04 Grunnskólar, Leikskólar, skólasel og dagforeldrar og er umsóknin númer 4.05; Umsókn um skólasel.)

Skráning fyrir veturinn 2023-2024 verður opin til og með 9. júní. Börn skráð eftir þann tíma fara á biðlista. 

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir nemendur í 1. - 3. bekk. 
Þar gefst foreldrum tækifæri til að lengja veru barna sinna í skólanum eftir að kennslu lýkur til kl. 16:00. 

Einnig er hægt að kaupa 15 mínútur aukalega, eða til 16:15.
Markmið starfsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins, foreldra og atvinnulífs með því að skapa börnunum öruggan og notalegan samastað að skóla loknum. 

Dagurinn skiptist í frjálsan leik úti og inni og skipulagt starf svo sem föndur, leiki ofl. Lögð er áhersla á friðsamleg og jákvæð samskipti barna og fullorðinna og að dvölin geti verið lærdómsrík og skemmtileg.

Lokað er í vetrar-, jóla- og páskafríi, einnig á árshátíðardegi og vorgleði. Á öðrum skóladögum, þar sem vikið er frá venjulegu skipulagi s.s. á öskudegi og þemadögum opnar Skólasel um leið og dagskrá skóladagsins lýkur. 

Lokað er á starfsdögum.

Allar upplýsingar fást hjá Eysteini skólastjóra á netfangið eysteinnk@grindavik.is
 
Reglur um þjónustu frístundaheimilis við Grunnskóla Grindavíkur
 
Gjaldskrá Skólasels
Allir dagar til kl. 15:00 - (15.420 kr.-) + síðdegishressing
Allir dagar til kl. 16:00 - (22.580kr.-) + síðdegishressing
Auka 15 mínútur - 190 kr
Síðdegishressing - 300 kr.
*Greitt er í byrjun hvers mánaðar.
 
Afsláttarreglur, gilda með leikskóla og vistun hjá dagforeldri:
Systkinaafsl. 2. barn 50%
Systkinaafsl. 3. barn og fleiri 100%


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. júní 2023

Sumar Ţruman fyrir 4.-7.bekk

Fréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Fréttir / 5. júní 2023

Knattspyrnuskóli UMFG byrjađur

Fréttir / 3. júní 2023

Fylgiđ okkur á Instagram

Fréttir / 2. júní 2023

Viđburđir kvöldsins

Fréttir / 2. júní 2023

Ekkert verkfall á Laut á mánudaginn

Fréttir / 2. júní 2023

Áttćringur vekur mikla athygli

Fréttir / 1. júní 2023

Mjög góđ afkoma hjá Grindavíkurbć

Fréttir / 1. júní 2023

Óskiptar endurvinnslutunnur

Fréttir / 31. maí 2023

Lokun gatna 2.-4. júní

Fréttir / 31. maí 2023

Sjóara síkáta mótiđ á laugardaginn

Fréttir / 31. maí 2023

Bréfpokar fyrir lífrćnan úrgang

Fréttir / 1. júní 2023

Viđburđir kvöldsins hjá einkaađilum

Nýjustu fréttir

Skert starfsemi á bćjarskrifstofu

 • Fréttir
 • 8. júní 2023

Annasamt í Grindavíkurhöfn

 • Fréttir
 • 7. júní 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

 • Grunnskólafréttir
 • 6. júní 2023

Fimm sjómenn heiđrađir

 • Fréttir
 • 5. júní 2023

Til hamingju međ sjómannadaginn

 • Fréttir
 • 4. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

 • Grunnskólafréttir
 • 2. júní 2023