Fundur 118

  • Skipulagsnefnd
  • 5. apríl 2023

118. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 3. apríl 2023 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Gunnar Már Gunnarsson, varamaður, og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Seljabót 2a - óveruleg deiliskipulagsbreyting - 2211106
    Tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu við Seljabót 2a var grenndarkynnt á heimasíðu Grindavíkurbæjar þar sem íbúum gafst kostur á á að gera athugasemdir á tímabilinu 2. mars 2023 til og með 30. mars 2023. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd taldi það mikilvægt að kynna deiliskipulagstillöguna á heimasíðu sveitarfélagsins en taldi ekki þörf á grenndarkynningu fyrir ákveðnum lóðarhöfum í kring þar sem tillagan víkur að litlu leyti frá þeirri notkun, formi og útliti sem þegar er á svæðinu. 

Hafnarstjóri og hafnarstjórn hafa fengið kynningu á tillögunni en höfnin hefur lagt áherslu á að tryggt verði að bílastæði á svæðinu nýtist sem best. Samkvæmt tillögunni verða 26 bílastæðinu á lóðinni sem nýtast höfninni. 

Skipulagsnefnd samþykkir á fundinum að gera þá breytingu að stækka byggingarreitinn fyrir dælustöðina lítillega eða um 55 fermetra, er það gert til að beiðni hönnuða dælustöðvarinnar sem ætlunin er að framkvæmdir hefjist við sumarið 2023. Lóðin Seljabót 2a er 4073 fermetrar að stærð, nýtingarhlutfallið var 0.04 og verður 0.10, þ.e. heimild verður að byggja um 400 m2 á lóðinni. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna með þeim áorðnum breytingu sem kynntar eru hér að framan. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög.

         
2.      Hafnargata 26 - umsókn um skipulagsbreytingu - 2302071
    Tekin er fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 26. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. 

Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
         
3.      Kirkjustígur 3 - Umsókn um skipulagsbreytingu - 2302027
    Tekin er fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Kirkjustíg 3. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. 

Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
         
4.      Kynning á breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi við Kirkjuholt í Vogum - 2303078
    Sveitarfélagið Vogar auglýsir forkynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi við Kirkjuholt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Fyrirhugað er að koma fyrir nokkrum íbúðarlóðum þar sem gert er ráð fyrir sérbýlis- og fjölbýlishúsum á 1-2 hæðum. Breyta þarf aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulag. 

Ekki fæst séð að tillaga snerti hagsmuni Grindavíkurbæjar, því gerir skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar ekki athugasemd við tillöguna. Sviðsstjóra falið að svara erindinu. 
         
5.      Sjónarhóll 129156 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2303077
    Stakkavík ehf. sækir um að byggingarleyfi fyrir 48 fermetra gestahúsi við lóðina Sjónarhól, sjá meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 28. mars 2023. Nú er þegar alifuglahús af svipaðri stærð á lóðinni sem verður rifið og gestahúsið byggt þess í stað. 

Samkvæmt aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 þá er lóðin á íbúðarsvæði merkt ÍB12. Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir lóðarhöfum við Hópsveg 1 og Hóp 1. 
         
6.      Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2303092
    Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hópsveg 1. Áformin eru í samræmi við aðalskipulag Grindvíkurbæjar 2018-2032 og eru innan verslunar og þjónustusvæðis merkt VÞ7 á aðalskipulaginu. 

Í skipulagstillögunni eru gerðar eftirfarandi breytingar á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Hópsvegur 1. 
- Deiliskipulagsmörk við lóðina eru færð og lóð stækkuð til suðurs og austur. Lóðin er samkvæmt skipulagi 2202 fermetrar en verður samkvæmt tillögu 3830 fermetrar, þ.e. stækkun er 1628 fermetrar. Deiliskipulagsmörkin verða áfram innan svæðis merkt VÞ7 á aðalskipulagi. 
- Byggingarreitur er settur utan um núverandi smáhýsi á lóðinni og gert ráð fyrir að hægt sé að koma fyrir þremur smáhýsum til viðbótar til austurs neðst á lóðinni. 

Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytinguna og að skipulagsfulltrúi grenndarkynni skipulagstillöguna fyrir lóðarhöfum við Seljabót 7, Hafnargötu 28 og 31, Sjónarhól og Hóp 1. 
         
7.      Norðurljósavegur 9 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 3, - 2303051
    Eldvörp ehf. sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á innra fyrirkomulagi búningsálmu Heilsulindar Bláa Lónsins. Erindinu fylgja teikningar dagsettar 14. mars 2023. 

Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag. Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
8.      Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2023 - 2302070
    Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 lögð fram. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við húsnæðisáætlunina. 
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.

Lilja Ósk Sigmarsdóttir        Ásrún Helga Kristinsdóttir
Hrannar Jón Emilsson        Steinberg Reynisson
Gunnar Már Gunnarsson        


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bćjarráđ / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bćjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133