Félagsþjónustan í Grindavík auglýsir starf félagsráðgjafa laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf sem felur í sér verkefni á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 og laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, auk annarra laga á sviði félagsþjónustu.
Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu. Viðkomandi starfsmaður þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2023. Sótt er um starfið HÉR.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar gefa Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs (nmj@grindavik.is) og Valgerður Ágústsdóttir, yfirfélagsráðgjafi (valgerdura@grindavik.is) í síma 420-1100.