Opiđ fyrir skráningu í Vinnuskóla Grindavíkur 2023

 • Fréttir
 • 27. mars 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskóla Grindavíkur í sumar. Vinnuskólinn er fyrir 14-17 ára ungmenni fædd árin 2006, 2007, 2008 og 2009, þ.e. fyrir 8. til 10. bekk og fyrsta árs nemendur í framhaldsskóla. 

Aðeins verður tekið við rafrænum skráningum og mikilvægt er að fylla skráningarformin út samviskusamlega. Sótt er um gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar. Foreldri eða forráðamaður þarf að skrá sig inn á íbúagáttina með rafrænum skilríkjum. Þegar inn á íbúagáttina er komið þarf að velja umsóknir efst í hægra horninu. Neðst á umsóknarsíðunni eru umsóknir vegna Vinnuskóla Grindavíkurbæjar. 

Athugið að börn sem náð hafa 16 ára aldri þurfa að gefa upp hversu hátt hlutfall persónuafsláttar þau vilja nýta í vinnuskólanum og hversu háa upphæð barnið hefur nýtt af persónuafslætti ársins. Hægt er að nálgast upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu Skattsins

Ekki er þörf á að skila inn leyfisbréfi líkt og undanfarin ár. Skráningu lýkur mánudaginn 17. apríl

Vakin er athygli á breytingum á vinnufyrirkomulagi nemenda í sumar. Stigið er skref í átt að tímabilaskiptum vinnuskóla líkt og þekkist hjá fjölmörgum sveitarfélögum. 8. bekkur og 1. ár í framhaldsskóla verða við störf á sama tíma og 9. og 10. bekkur á sama tíma. Gert er ráð fyrir að hóparnir verði áfram skiptir eftir árgöngum. 

Vinnutími og launakjör

14 ára, að ljúka 8. bekk:

 • Vinnutímabilin eru þrjú, 6.-8. júní, 26. júní – 10. júlí og 24.-26. júlí
 • Unnið er milli kl. 8:00-12:00, mánudaga til fimmtudaga
 • Vinnustundir eru að hámarki 60
 • Starfsdagar eru 15 yfir sumarið
 • Greiddar eru 1.076 kr. í tímakaup með orlofi
 • Líklegt er að sumarhátíð vinnuskólanna á Suðurnesjum verði 10. júlí í Grindavík

15 ára, að ljúka 9. bekk:

 • Vinnutímabilin eru tvö, 12.-22. júní og 10.-19. júlí
 • Unnið er milli kl. 8:00-12:00 og 13:00-15:30, mánudaga til fimmtudaga
 • Vinnustundir eru að hámarki 97,5
 • Starfsdagar eru 15 yfir sumarið
 • Greiddar eru 1.345 kr. í tímakaup með orlofi
 • Líklegt er að sumarhátíð vinnuskólanna á Suðurnesjum verði 10. júlí í Grindavík

16 ára, að ljúka 10. bekk:

 • Vinnutímabilin eru þrjú, 12.-22. júní, 10.-20. júlí og 8.-10. ágúst
 • Unnið er milli kl. 8:00-12:00 og 13:00-15:30, mánudaga til fimmtudaga
 • Vinnustundir eru að hámarki 123,5
 • Starfsdagar eru 19 yfir sumarið
 • Greiddar eru 1.614 kr. í tímakaup með orlofi
 • Líklegt er að sumarhátíð vinnuskólanna á Suðurnesjum verði 10. júlí í Grindavík

17 ára, að ljúka 1. ári í framhaldsskóla:

 • Vinnutímabilin eru þrjú, 25. maí – 8. júní, 26. júní – 6. júlí og 24.-27. júlí
 • Unnið er milli kl. 8:00-12:00 og 13:00-15:30, mánudaga til fimmtudaga
 • Vinnustundir eru að hámarki 136,5
 • Starfsdagar eru 21 yfir sumarið
 • Greiddar eru 2.153 kr. í tímakaup með orlofi

Algengar spurningar

Hvað er Vinnuskóli Grindavíkurbæjar?

Allir unglingar, 14-17 ára sem búa í Grindavík geta skráð sig í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar. Þar er boðið upp á uppbyggileg störf og fræðslu í öruggu umhverfi. Flest verkefni vinnuskólans snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu.

Hvernig skrái ég mig í Vinnuskólann?

Foreldrar skrá sína unglinga í Vinnuskólann í gegnum rafrænt skráningarform inn á íbúagátt Grindavíkurbæjar.

Hversu mikil vinna er í boði?

Hver árgangur í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar fær úthlutað ákveðnu starfstímabili.

Er hægt að breyta um starfstímabil?

Nei, ekki er hægt að breyta um starfstímabil.

Hvert fara launin?

Laun eru lögð inn á bankareikning unglinganna. Því er mikilvægt að allar bankaupplýsingar fylgi skráningu. Aðeins er hægt að nota bankareikning unglingsins.

Hvert á ég að mæta á fyrsta starfsdegi?

Nemendur fá tölvupóst þegar nær dregur að þau eiga hefja störf. Þar kemur fram hvar og hvenær mæting er fyrsta starfsdag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. febrúar 2024

Grindavíkurvegur opinn

Fréttir / 19. febrúar 2024

Dagskrá íbúafundarins í dag

Fréttir / 16. febrúar 2024

Frá Fannari bćjarstjóra

Fréttir / 15. febrúar 2024

Skipulagiđ fyrir 16. febrúar

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íbúafundur 19. febrúar frá 17-19

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íţróttafólk Grindavíkur 2023 verđlaunađ