Fundur 117

  • Skipulagsnefnd
  • 22. mars 2023

117. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. mars 2023 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Dagskrá:

1.      Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
    Deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæðið tekin til umræðu. Umsagnaraðilum og íbúum var gefinn kostur á að gefa umsögn eða ábendingu um skipulagstillöguna í kjölfar íbúafundar þann 14. febrúar sl. Fimm umsagnir bárust og ein ábending í gengum heimasíðu og voru þær teknar til umræðu. 

Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi vegna þeirra umsagna og ábendinga sem bárust. 
- Skoða staðsetningu og útfærslu á fjölbýlishúsum við vestur enda gamla aðalvallarins. 
- Skoða með hvaða hætti hægt er að skipuleggja svæðið austan við Hópið m.a. í samráði við UMFG. 

Skipulagsfulltrúa fallið aðS1R231183 uppfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum og að leggja tillöguna að því loknu fyrir skipulagsnefnd á nýjan leik. 
         
2.      Seljabót 1-3 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu - 2303047
    Vélsmiðja Grindavíkur óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi fyrir Seljabót 1 og 3. Breytingarnar eru eftirfarandi: 

- Byggingarreitur fyrir Seljabót 1 er stækkaður. 
- Byggingarreitur er breikkaður út að lóðamörkum Seljabótar 1 og 3. 
- Lóðamörk Seljabótar 1 færð til samræmis við þinglýst lóðarmörk. 
- Deiliskipulagsbreyting samþykkt þann 26. janúar 2016 færð inn á uppdráttinn. 

Stækkun á byggingarreit er um 250 m2. Erindinu fylgir umsókn um skipulagsbreytingu og breytingaruppdráttur dagsettur 23. febrúar 2023. 

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að fara í skipulagbreytinguna og að með hana verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. óveruleg breyting á deiliskipulagi. 

Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna skipulagstillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafnargötu 20-22, 24 og 26 og lóðarhöfum við Seljabót 12. 

         
3.      Einland 129172 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2, - 2303046
    Stefán Þór Kristjánsson sækir um byggingarleyfi við Einland í Þórkötlustaðahverfi. Sótt er um að byggja íbúðarhús með bílageymslu, gróðurhús með gæludýrarými, gufubað, gripahús og vélargeymslu. Erindinu fylgja umsókn um byggingarleyfi og aðaluppdrættir dagsettir 16. mars 2023. 

Í umsókninni kemur fram að við hönnun húsins hefur verið leitast við að nota byggingarefni sem falla sem best að umhverfinu (steypu, steinhleðslur, torf og viðarklæðningar). Húsin eru lágreist og fara vel í landinu. Einnig hefur verið reynt að staðsetja byggingar þannig að þær raski ekki gömlum steinhleðslum sem eru órjúfanlegur hluti af karakter svæðisins. 

Í skilmálum verndaráætlunar Þórkötlustaðarhverfis segir m.a. að áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort veita skuli leyfi til framkvæmda skal leita álits Minjastofnunar. Byggingaráform verða síðan grenndarkynnt hagsmunaaðilum og þeim gefin tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri. Hagsmunaaðilar teljast vera lóðarhafar innan Þórkötlustaða. 

Skipulagsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúi leiti álits Minjastofnunnar á byggingarleyfisumsókninni ásamt því að umsóknin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í innan Þórkötlustaðahverfis. 

         
4.      Borgarhraun 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2302079
    Sigurbjörg Gunnarsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna Borgarhrauns 1. Sótt er um að innrétta rishæð og endurbyggja kvisti á þaki sem hafa verið rifnir á einhverjum tímapunkti. Einnig bætt við 3 þakgluggum. Erindinu fylgja umsókn um byggingarleyfi og teikningar dagsettar 15. febrúar 2023. 

Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir lóðarhöfum við Borgarhraun 2,3, 4 og Víkurbraut 27. 
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563