Í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum hefur verið settur upp léttur ratleikur um listaverk og aðra áhugaverða staði í Grindavík. Í grennd við fimm staði í bænum hefur verið komið fyrir gulum spjöldum. Á hverju spjaldi er spurning með þremur svarmöguleikum. Fyrir framan hvern svarmöguleika er bókstafur. Skráðu niður alla fimm bókstafina og raðaðu þeim saman svo þeir myndi orð sem tengist Grindavík.
Þegar þú hefur fundið lausnarorðið er tilvalið að koma við í Kvikunni og fá þér vöfflu og heitan kakóbolla.
Hægt er að nálgast leiðbeiningar í Kvikunni eða ná í þær hér.
Kvikan, menningarhús Grindvíkinga, er opin 11:00-17:00 laugardaginn 18. mars og sunnudaginn 19. mars.