Laus störf: Sérfrćđingur á skipulags- og umhverfissviđi

 • Fréttir
 • 2. mars 2023

Skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar leitar að öflugum og metnaðarfullum aðila í fjölbreytt og spennandi starf sérfræðings. Um er að ræða 100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Undirbúningur, vinnsla og eftirfylgni mála á sviði skipulags- og byggingarmála.
 • Aðstoða Byggingarfulltrúa við úrvinnslu byggingarleyfa.
 • Aðstoða Skipulagsfulltrúa vegna aðal- og deiliskipulags.
 • Umsjón með kortasjá sveitarfélagsins.
 • Þjónustu, leiðbeiningar og samskipti til íbúa og annara aðila varðandi framkvæmdir, húsbyggingar og ýmis önnur verkefni.
 • Skráning í skjalakerfi Grindavíkurbæjar og gagnagrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar.
 • Móttaka og afgreiðsla erinda sem berast skipulag- og umhverfissviði.
 • Aðkoma að gerð áætlana, útboða og samninga.
 • Undirbúningur og eftirfylgni framkvæmda á vegum Grindavíkurbæjar.
 • Ýmis önnur verkefni sem tengjast skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar.
   

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála er æskileg.
 • Autocad kunnátta kostur.
 • Þekking á lagaumhverfi málaflokksins er kostur.
 • Reynsla af opinberi stjórnsýslu og lagaumhverfi sveitarfélaga kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
 • Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Góð íslensku og ensku kunnátta.
 • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn um starfið þarf að ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. 

Umsóknafrestur er til 19. mars. Hægt er að sækja um hér

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í síma 420-1100, netfang: atligeir@grindavik.is  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkinga

Fréttir / 22. júní 2024

Sálfrćđiţjónusta fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 22. júní 2024

5. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. júní 2024

4. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 5. júní 2024

Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“