Kynning á vinnslutillögu: Deiliskipulagsbreyting íţróttasvćđis í Grindavík

  • Fréttir
  • 2. mars 2023

Í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 samþykkti bæjarstjórn að halda áfram með vinnu við breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis. Deiliskipulagsvinnan hefur farið fram á vettvangi bæjarráðs, skipulagsnefndar og frístunda- og menningarnefndar. Vinnslutillaga skipulagsins var kynnt á íbúafundi þann 14. febrúar sl. Íbúum hefur verið gefin kostur á að senda inn ábendingar við vinnslutillöguna í gegnum heimasíðu Grindavíkurbæjar, sjá hér

Deiliskipulagssvæðið nær til íþróttasvæðis Grindavíkurbæjar og er unnið með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum. Stærð svæðisins er 10.8 ha. Markmið með skipulagsbreytingunni er þríþætt: 
•    Endurbæta fótboltavelli og aðstöðu um þá með nýrri lýsingu keppnis og æfingarvallar og tilfærslu vallanna. Keppnisvöllur er færður austar og æfingarvelli er snúið um 90 gráður, svo hægt sé að samnýta ljósamöstur milli valla.
•    Endurskipuleggja byggingareiti bygginga á svæðinu, þannig lögun og hæð þeirra skapi sem minnst skugga á svæðinu og séu aðlagandi í heildarásýnd svæðisins og heimila niðurrif eldri bygginga
•    Auka útivistagildi svæðisins með nýjum göngustígum og útivistasvæðum austast á svæðinu

Þeir sem vilja gera formlegar athugasemdir og/eða ábendingar varðandi vinnslutillögu deiliskipulagsins skulu senda þær skriflega til skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavíkurbæ eða í tölvupósti á atligeir@grindavik.is. Athugasemdir og ábendingar skulu berast í síðasta lagi 19. mars 2023. 
•    Vinnslutillöguna má finna hér, þá mun vinnslutillagan liggja fram á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar á 2. hæð Víkurbrautar 62, 240 Grindavík. 
•    Myndband sem sýnir mögulega uppbygginga á svæðinu miðað við vinnslutillöguna má finna hér.  Athugið að myndbandið er sett fram til að sýna hvernig uppbygging mannvirkja gæti verið háttað m.v. skipulagstillöguna, ekki endanlega hönnun bygginga. 

Atli Geir Júlíusson
Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. júní 2023

Sumar Ţruman fyrir 4.-7.bekk

Fréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Fréttir / 5. júní 2023

Knattspyrnuskóli UMFG byrjađur

Fréttir / 3. júní 2023

Fylgiđ okkur á Instagram

Fréttir / 2. júní 2023

Viđburđir kvöldsins

Fréttir / 2. júní 2023

Ekkert verkfall á Laut á mánudaginn

Fréttir / 2. júní 2023

Áttćringur vekur mikla athygli

Fréttir / 1. júní 2023

Mjög góđ afkoma hjá Grindavíkurbć

Fréttir / 1. júní 2023

Óskiptar endurvinnslutunnur

Fréttir / 31. maí 2023

Lokun gatna 2.-4. júní

Fréttir / 31. maí 2023

Sjóara síkáta mótiđ á laugardaginn

Fréttir / 31. maí 2023

Bréfpokar fyrir lífrćnan úrgang

Fréttir / 1. júní 2023

Viđburđir kvöldsins hjá einkaađilum

Nýjustu fréttir

Skert starfsemi á bćjarskrifstofu

  • Fréttir
  • 8. júní 2023

Annasamt í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 7. júní 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Fimm sjómenn heiđrađir

  • Fréttir
  • 5. júní 2023

Til hamingju međ sjómannadaginn

  • Fréttir
  • 4. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023