Grindavíkurbær vinnur stöðugt að því að gera íþrótta- og tómstundastarf barna í Grindavík enn betra. Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vinnu nú að úttekt á íþrótta- og tómstundastarfi barna undir 18 ára í sveitarfélaginu. Könnunin er mikilvægur liður í því að styrkja og bæta aðstæður fyrir börn sem stunda íþróttir og tómstundir.
Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í könnun sem tekur aðeins örfáar mínútur. Það er gert með því að smella á hlekk hér að neðan. Foreldrar svara fyrir eitt barn og eina íþrótt í einu. Ef foreldrar eiga fleiri börn þarf að svara aftur fyrir barn númer 2 og barn númer 3 og svo framvegis. Ef foreldrar eiga barn/börn sem stunda/stundaði fleiri en eina íþrótt svarar þú spurningalistanum einu sinni fyrir hvert barn og hverja íþrótt.
Það er mikilvægt til að niðurstöður verði marktækar að svarað sé aðeins einu sinni fyrir hvert barn og hverja íþrótt sem barnið æfir/æfði, þannig svarar bara annað foreldri/forráðamaður listanum eða þau gera það saman.
Mikilvægt er að svarað sé fyrir sem flest börn til þess að fá sem nákvæmasta mynd af stöðunni. Tekið skal fram að einnig er hægt að svara fyrir börn sem hætt eru að stunda íþróttir.
RHA, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri tekur að sér að vinna úr gögnunum. Foreldrum er ekki skylt að svara einstaka spurningum eða spurningalistanum í heild. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þess gætt að ekki verði hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Því munu sumir flokkar vera sameinaðir.
Hér er hlekkur fyrir könnun til foreldra vegna íþróttastarfs (m.a. UMFG, Golfklúbbur Grindavíkur og Brimfaxi): https://survey.sogolytics.com/r/z1RA0f
Hér er hlekkur fyrir könnun til foreldra vegna annars æskulýðsstarfs (m.a. Þruman, Unglingadeildin Hafbjörg og KFUM&K: https://survey.sogolytics.com/r/XeyAUb
Þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem 10.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum er í boði.