Fundur 538

  • Bćjarstjórn
  • 1. mars 2023

538. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. febrúar 2023 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem 7. og 8. mál: 

2205254: Kosning í nefndir samkvæmt D-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. 

2212071: Félagsaðstaða eldri borgara - framkvæmd 

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, íbúðarsvæði við ÍB3 (Laut). - 2209090
Til máls tók: Ásrún. 

Skipulagstillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd vísar skipulagstillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til samþykktar fyrir auglýsingu á tillögunni í samræmi við 3. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni verður auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Laut. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

2. Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060
Til máls tóku: Ásrún og Helga Dís. 

Tillaga að viðbrögðum við umsögnum við skipulagstillöguna lögð fram ásamt uppfærðum gögnum í samræmi við viðbrögð sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd samþykkti viðbrögð við umsögnina á 115. fundi sínum þann 20. febrúar sl. og lagði til eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni eins og hún var lögð fram á fundinum eftir breytingar í samræmi við viðbrögð við umsögnum. 

- Gert verði ráð fyrir stærri áningarstað sunnan Þorbjarnar. 

- Gert verði ráð fyrir 1-2 minni áningarstöðum vestan Lágafells. 

Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá er viðbrögðum við umsögnum og uppfærð skipulagstillaga send til bæjarstjórnar til samþykktar, með ofangreindum breytingum. 

Skipulagsnefnd leggur það til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

3. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur - 2212059
Til máls tók: Ásrún. 

Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkur lagðar fyrir bæjarstjórn til seinni umræðu. 

Bæjarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.

4. Bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar 2023 - Breyting og nýr viðauki - 2301072
Til máls tók: Ásrún. 

Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar lögð fram til annarrar umræðu. 

Bæjarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.

5. Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205251
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram tillaga um að Anna Elísa Karlsdóttir Long verði formaður í frístunda- og menningarnefnd í stað Sigríðar Etnu Marínósdóttur sem flutt er úr sveitarfélaginu. Sævar Birgisson verði varamaður fyrir Önnu Elísu. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

6. Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205252
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram tillaga um að Atli Geir Júlíusson verði aðalmaður í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja í stað Birgittu Ránar Friðfinnsdóttur. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.

7. Kosning í nefndir samkvæmt D-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205254
Til máls tók: Ásrún. 

Tillaga um að Margrét Birna Valdimarsdóttir verði aðalmaður í öldungaráði Grindavíkur í stað Inga Steins Ingvarssonar og varamaður hennar verði Eva Rún Barðadóttir. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

8. Félagsaðstaða eldri borgara - framkvæmd - 2212071
Til máls tók: Ásrún. 

Vegna umsóknar Grindavíkurbæjar til framkvæmdasjóðs aldraðra vegna uppbyggingar félagsaðstöðu aldraðra við Austurveg 5 í Grindavík. 

Bókun 
Fyrirhuguð framkvæmd varðar uppbyggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Austurveg 5 í Grindavík. Framkvæmdin er unnin á vegum sveitarfélagsins og er í samræmi við áætlanir sveitarfélagsins um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða. Framkvæmdin er á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til næstu tveggja ára. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á árinu 2024.

9. Hjartastuðtæki á stofnunum bæjarins - 2302069
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 1.140.000 vegna hjartastuðtækja á stofnunum bæjarins og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.

10. Beiðni um aukið stöðugildi í félagsþjónustu - 2302080
Til máls tók: Ásrún. 

Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun er lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. 

Um er að ræða 2 ný stöðugildi í félagsþjónustu vegna 9 mánaða á árinu 2023 að fjárhæð 20.520.000 kr. og lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir viðaukabeiðnina samhljóða.

11. Grunnskólinn við Ásabraut - breytingar á rýmum í kennslustofur - 2301127
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 3.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.

12. Ferðaþjónustubílar í Þjónustumiðstöð - viðaukabeiðni - 2302072
Til máls tók: Ásrún. 

Óskað er viðauka að upphæð 7,5 milljónum króna vegna kaupa á bíl sem nýtist ferðaþjónustu sem þjónustumiðstöðin sinnir fyrir félagsþjónustu- og fræðslusvið sveitarfélagsins. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráð samhljóða.

13. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - 2302051
Til máls tók: Ásrún. 

Lionsklúbbur Grindavíkur óskar eftir tækifærisleyfi, tímabundnu áfengisleyfi í Gjánni fyrir kútmagakvöld, þann 10.mars næstkomandi samkvæmt meðfylgjandi umsókn og gögnum. 

Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits og byggingafulltrúa. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með veitingu leyfisins.

14. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta Hrund og Helga Dís. 

Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 27. janúar 2023 er lögð fram til kynningar.

15. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður og Birgitta Hrund. 

Fundargerð 786. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 8. febrúar 2023 er lögð fram til kynningar.

16. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2022 - 2203043
Til máls tóku: Ásrún, Irmý, Birgitta Hrund og Helga Dís. 

Fundargerð 297. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 16.12.2022 er lögð fram til kynningar.

17. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117
Til máls tóku: Ásrún og Irmý. 

Fundargerð 298. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 26.01.2023 er lögð fram til kynningar.

18. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Birgitta Rán og Birgitta Hrund. 

Fundargerð 34. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 12.01.2023 er lögð fram til kynningar

19. Fundargerðir - Heklan 2023 - 2302019
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, Hallfríður, Helga Dís, Irmý og Gunnar Már. 

Fundargerð 91. fundar Heklunnar, þann 27. janúar 2023 er lögð fram til kynningar.

20. Fundargerðir Öldungaráð Grindavíkur 2023 - 2302047
Til máls tóku: Ásrún, Irmý, bæjarstjóri, Birgitta Rán, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta Hrund, Gunnar Már og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð 15. fundar Öldungaráðs þann 9. febrúar 2023 er lögð fram til kynningar.

21. Bæjarráð Grindavíkur - 1634 - 2302003F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Helga Dís, bæjarstjóri, Irmý, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta Rán og Gunnar Már. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22. Bæjarráð Grindavíkur - 1635 - 2302006F 
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Hallfríður, Irmý, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, Helga Dís, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. Bæjarráð Grindavíkur - 1636 - 2302013F 
Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

24. Skipulagsnefnd - 113 - 2301015F 
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Gunnar Már, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Birgitta Rán, Irmý og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

25. Skipulagsnefnd - 114 - 2302004F 
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Hallfríður, Birgitta Hrund og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

26. Skipulagsnefnd - 115 - 2302012F 
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta Rán, Helga Dís, Birgitta Hrund og Gunnar Már. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27. Fræðslunefnd - 128 - 2301020F 
Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

28. Frístunda- og menningarnefnd - 123 - 2301021F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Helga Dís, Irmý og Birgitta Hrund. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

29. Hafnarstjórn Grindavíkur - 488 - 2302007F 
Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

30. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 70 - 2302009F 
Til máls tóku: Ásrún og Birgitta Hrund. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549