Fundur 1636

  • Bćjarráđ
  • 23. febrúar 2023

1636. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. febrúar 2023 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. Framkvæmdir við klæðningu á Ásabraut 2 (Grunnskóli Grindavíkur) - 2209068
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Opnunarfundargerð útboðs vegna klæðningar á grunnskólanum við Ásabraut 2 lögð fram.

2. Umsókn um lóð nr. 2 á iðnaðarsvæði, i5. - 2302054
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Matorka hefur sótt um að fá svæði nr. 2 úthlutað á iðnaðarsvæði i5 til áframhaldandi uppbyggingar fiskeldis á svæðinu. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram. 

3. Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2023 - 2302070
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2023 lögð fram til upplýsinga og umræðu.

4. Ferðaþjónustubílar í þjónustumiðstöð - viðaukabeiðni - 2302072
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Óskað er viðauka að upphæð 7,5 milljónum króna vegna kaupa á bíl sem nýtist ferðaþjónustu sem þjónustumiðstöðin sinnir fyrir félagsþjónustu- og fræðslusvið sveitarfélagsins. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

5. 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar - 2301116
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að erindisbréfi 50 ára afmælisnefndar Grindavíkurbæjar lögð fram.

6. Beiðni um aukið stöðugildi í félagsþjónustu - 2302080
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Óskað er eftir heimild til að ráða í stöðugildi í barnavernd og félagsþjónustu hjá bæjarfélaginu. 

Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að leggja fram viðaukabeiðni fyrir bæjarstjórn. 

7. Húsnæðismál Fisktækniskóla Íslands - 2111026
Farið yfir stöðu málsins. 

8. Undanþágur frá verkfalli - 2302058
Vegna mögulegra verkfalla vill kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga koma því á framfæri við sveitarfélög að sækja um undanþágu fyrir starfsemi sem varðar almannaöryggi. 

Auk þess hefur sambandið vakið athygli á því að sveitarstjórnir hugi vel að viðbúnaði og áfallaþoli til að tryggja að ekki skapist hættuástand.

9. Hjartastuðtæki á stofnunum bæjarins - 2302069
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 1.140.000 vegna hjartastuðtækja á stofnunum bæjarins. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

10. Lánasjóður sveitarfélaga - framboð til stjórnar - 2302052
Lagt fram erindi dags. 10. febrúar sl. frá kjörnefnd Lánasjóðsins þar sem auglýst eftir framboðum til stjórnarsetu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561