Fundur 115

  • Skipulagsnefnd
  • 21. febrúar 2023

115. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. febrúar 2023 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Grindavík Frumathugun nýir garðar - 2212035
    Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir dagskrárliðnum. 

Hugmyndir hafnstjóra varðandi staðarval fyrir stórgrýti sem falla til vegna jarðvinnuverkefna til umræðu. Stórgrýtið mun notast við brimvarnargarða við Grindavíkurhöfn. 
         
2.      Seljabót 2a - óveruleg deiliskipulagsbreyting - 2211106
    Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir dagskrárliðnum. Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu við Seljabót 2a. 

Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að skoðað verði að fjölga bílastæðum norðan dælustöðvar. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leggja skipulagstillöguna fyrir hafnarstjórn ásamt því að hún verði grenndarkynnt í gegnum heimasíðu Grindavíkubæjar. 
         
3.      Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
    Skipulagsfulltrúi leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir íþróttasvæðið í kjölfar íbúafundar þann 14. febrúar. 

Íbúum hefur verið gefinn kostur á að senda inn ábendingar vegna tillögunar á heimasíðu sveitarfélagsins og rennur frestur til þess út þann 26. febrúar nk. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda vinnslutillöguna á umsagnaraðila. 

         
4.      Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017
    Málið lagt fram til umræðu.
         

5.      Hverfisskipulag í Grindavík - 2. áfangi - 2211014
    Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu að viðbrögðum við skipulagslýsingu hverfisskipulagsins. 

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að viðbrögðum og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 
         
6.      Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060
    Tillaga að viðbrögðum við umsögnum við skipulagstillöguna lögð fram ásamt uppfærðum gögnum í samræmi við viðbrögð sveitarfélagsins. 

Skipulagsnefnd samþykkir viðbrögð við umsögnina og leggur til eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni eins og hún er lögð fram á fundinum eftir breytingar í samræmi við viðbrögð við umsögnum. 
- Gert verði ráð fyrir stærri áningarstað sunnan Þorbjarnar. 
- Gert verði ráð fyrir 1-2 minni áningarstað vestan Lágafells. 

Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá er viðbrögðum við umsögnum og uppfærð skipulagstillaga send til bæjarstjórnar til samþykktar, með ofangreindum breytingum. 

Skipulagsnefnd leggur það til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
         
7.      Deiliskipulagsbreyting, fyrsti hluti iðnaðarsvæðis i5. - 2302011
    Matorka óskar eftir að gerð verði deiliskipulagsbreyting á svæði nr. 1 á iðnaðarsvæði i5. 

Málinu er frestað og er skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með Matorku. 

         
8.      Kirkjustígur 3 - Umsókn um skipulagsbreytingu - 2302027
    Óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi við Kirkjustíg 3. Breytingin varðar stækkun á sólstofu sem fer 50 cm út fyrir byggingarreit. 

Skipulagsnefnd samþykkir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna áformin fyrir lóðarhöfum við Kirkjustíg 1 og 5. 
         
9.      Hafnargata 26 - umsókn um skipulagsbreytingu - 2302071
    Óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi við Hafnargötu 26. Breytingin varða stækkun á byggingarreit um 5 metra til austur. 

Skipulagsnefnd samþykkir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna áformin fyrir lóðarhöfum við Hafnargötu 24 og 28 og Seljabót 7
         
10.      Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, íbúðarsvæði við ÍB3 (Laut). - 2209090
    Skipulagstillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd vísar skipulagstillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til samþykktar fyrir auglýsingu á tillögunni í samræmi við 3. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni verður auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Laut. 
         
11.      Hafnargata 9A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2301085
    Grindin ehf. sækir um byggingaleyfi á stækkun á Hafnargötu 9a, þar sem Grindin er með innréttingarframleiðslu. 

Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag. 

Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

         
12.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 70 - 2302009F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála nr. 70 lögð fram. 
         
13.      Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
    Fundargerð 35. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 9.02.2023 lögð fram. 
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135