Fundur 1634

  • Bćjarráđ
  • 8. febrúar 2023

1634. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 7. febrúar 2023 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Móttaka flóttafólks - 2301053

Sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs, dags. 31. janúar sl. er lagt fram.

2. Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja - 2210067
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Uppfærð frumdrög að hönnun á nýju sundlaugarsvæði, dags. 2. febrúar 2023, eru lögð fram. 

Fyrirhugaður er íbúafundur í Gjánni næstkomandi þriðjudag kl. 17:00. 

3. Framkvæmdir í Hópinu 2023 - 2301120
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram bókun af fundi frístunda- og menningarnefndar nr. 123, dags. 1.2.2023. 

Bókun 
Fulltrúi M-lista leggur til að það verði farið í það strax að skipta út gervigrasinu í Hópinu. 

Fundarhlé tekið kl. 17:45 - 18:00 

Bókun 
Meirihluti B, D og U tekur undir bókun frístunda- og menningarnefndar að skoða þann möguleika að skipta gervigrasinu í Hópinu út fyrr en áætlað var. Viðgerð er hafin á gervigrasinu í samræmi við úttekt fagaðila en bregðast þurfti strax við skemmdum eins og áætlað var í fjárhagsáætlun. Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi gervigrassins er verra en áætlað var, verður aðilum falið að undirbúa útboð og kanna afhendingartíma á nýju gervigrasi. Ákvörðun verður tekin um framhaldið í vinnu við fjárhagsáætlun í haust.

4. Þjónustukönnun Janusar heilsueflingar 2023 - 2301091
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Þjónustukönnun meðal þátttakenda í Fjölþættri heilsueflingu 65 lögð fram. 

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fjölþætta heilsueflingu 65 hjá Janusi heilsueflingu.

5. 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar - 2301116
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Grindavíkurbær fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli 10. apríl 2024. Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að skipuð verði afmælisnefnd sem í eiga sæti fimm fulltrúar. Fulltrúarnir skulu endurspegla fjölbreytni samfélagsins í Grindavík. 

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna erindisbréf fyrir nefndina. 

6. Grunnskólinn við Ásabraut - breytingar á rýmum í kennslustofur - 2301127
Lagt fram erindi frá grunnskólanum vegna vöntunar á sérkennslurými. 

Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kostnaðarmeta verkefnið og koma með viðaukabeiðni fyrir bæjarráð.

7. Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín - 2302005
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Meirihluti leggur upp með að heimgreiðslurnar verði ekki skilyrtar heldur val foreldra frá 12 mánaða aldri, að loknu fæðingarorlofi, þangað til barnið fer í daggæslu eða á leikskóla. 

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd og fræðslunefnd.

8. Sameiginlegt erindi HSS og Grindavíkurbæjar til heilbrigðisráðherra - 2205239
Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra vegna hugmynda um að heilsugæsla í Grindavík fái nýja aðstöðu á efri hæð félagsaðstöðu eldri borgara. 

Heilbrigðisráðherra tekur vel í erindið en næsta skref er að fá svar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með velvilja ráðherra í garð verkefnisins og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

9. Rafmagnsleysi á Suðurnesjum vegna bilunar - 2301068
Farið yfir stöðu mála.

10. Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205252
Lögð fram tillaga um að Atli Geir Júlíusson verði aðalmaður í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja í stað Birgittu Ránar Friðfinnsdóttur. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna. 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659