Sokkinn bátur varđ ađ rćđupúlti

  • Fréttir
  • 7. febrúar 2023

Um hádegisbil þann 30. ágúst 2021 sökk eikarbáturinn Dúa II í Grindavíkurhöfn. Eikin úr bátnum, sem Grindvíkingar þekkja best sem Kára GK 146, var notuð í nýtt ræðupúlt í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga.

Húsgagnaframleiðandinn Artic Plank eignaðist eikina úr bátnum þegar hann var kominn á þurrt land í byrjun september 2021. Artic Plank er fyrirtæki í eigu Högna Stefáns Þorgeirssonar, smiðs og dúklagningarmanns. Högni hefur búið til fjölmarga gæðagripi úr timbri sem annars væri hent.

Þegar í ljós kom að Högni ætlaði sér að endurnýta timbrið úr Kára GK lýsti Grindavíkurbær yfir vilja sínum til að hluti hins sokkna báts yrði aðgengilegur Grindvíkingum um ókomna framtíð. Úr varð að Högni smíðaði púlt úr bátnum sem nú er varðveitt í Kvikunni.

Dúa II var smíðuð úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð. Báturinn hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 og svo Kári GK 146, nafn sem hann bar í tæp 40 ár. Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og svo Dúa II RE 400.

Myndirnar af Dúu II tók Jón Steinar Sæmundsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!