Fundur 113

  • Skipulagsnefnd
  • 31. janúar 2023

113. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, Mánudaginn 30. janúar 2023 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Sverrir Auðunsson, varamaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060
    Skipulagstillaga fyrir Þorbjörn lögð fram í kjölfar þess að auglýsingartími tillögu er liðinn. Umsagnir og athugasemdir lagðar fram. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ljúka við drög að viðbrögðum við umsögnum um skipulagtillöguna í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd vill gera ráð fyrir stærri áningastað sunnan við Þorbjörn. 
         
2.      Orkubraut 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2301049
    HS orka sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Orkuver 6. Orkuverið stækkar með nýrri vél. Vélarsalur lengdur, nýtt hús fyrir stjórnbúnað, nýr kæliturn og dælustöð. Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag. 

Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
3.      Ufsasund 8 - Umsókn um lóð - 2301045
    Ufsasund ehf. sækir um lóðina Ufsasund 8. 

Samþykkt.
         
4.      Ufsasund 6 - Umsókn um lóð - 2301044
    Ufsasund ehf. sækir um lóðina Ufsasund 6. 

Samþykkt.

         
5.      Bílastæði við leikskólann Krók - 2301020
    Bæjarráð fól sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni til að bæta aðgengi og bílastæði við Krók. 

Skipulagsnefnd leggur til að komið verður fyrir bílastæðum við vestari enda leikskólans og að aðgengi að þeim verði meðfram leikssvæði Króks og inn á Gerðavelli til móts við inngang að bílastæðum við Víkurbraut 62. Þá þarf að huga að gangandi umferð og lýsingu. 
         
6.      Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017
    Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar sl. viðaukabeiðni að upphæð 15 milljóna króna vegna vinnu við miðbæjarskipulag í Grindavík. 

Skipulagsnefnd leggur til að það svæði sem verður undir í miðbæjarskipulaginu nái frá Víkurbraut við Nesveg alveg niður að Seljabót. 
         
7.      Rafmagnsleysi á Suðurnesjum vegna bilunar - 2301068
    Farið yfir þær aðstæður sem sköpuðust við rafmagnsleysi á Suðurnesjum vegna bilunar í Suðurnesjalínu 1. 

Skipulagsnefnd leggur til að við bæjarráð að skoðað verði að fá úttekt á stöðu innviða (heit vatn, kalt vatn og rafmagn) til Grindavíkurbæjar. 
         
8.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 69 - 2301013F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála lögð fram.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bæjarráð / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bæjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiðslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Fræðslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Fræðslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Fræðslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134

Fræðslunefnd / 29. júní 2023

Fundur 133

Fræðslunefnd / 7. júní 2023

Fundur 132

Bæjarráð / 17. október 2023

Fundur 1656

Bæjarráð / 24. október 2023

Fundur 1657

Öldungaráð / 13. febrúar 2023

Fundur 15

Skipulagsnefnd / 2. október 2023

Fundur 126

Bæjarráð / 10. október 2023

Fundur 1655

Bæjarráð / 3. október 2023

Fundur 1654

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bæjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bæjarráð / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bæjarráð / 5. september 2023

Fundur 1652

Bæjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiðslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiðslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bæjarráð / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bæjarráð / 11. júlí 2023

Fundur 1649