Asahláka og hvassviđri á morgun - Hvernig á ađ koma í veg fyrir tjón?
Á morgun föstudag spáir hlýnandi veðri og má búast við asahláku og hvassviðri. Gul veðurviðvörun er um allt land.
Mesta hætta er á að vatn leki inn í kjallara og frá þökum og svölum. Nauðsynlegt er tryggja að vatn eigi ávallt greiða leið. Lögreglan á Suðurnesjum hefur gefið út leiðbeiningar sem gott er að skoða til að tryggja að tjón eigi sér ekki stað:
- Hreinsa frá öllum niðurföllum sem eru nærri húsi. Snjór og klaki eiga það til að bráðna fyrst meðfram útveggjum. Ágætt er að moka rásir svo vatn safnist ekki í tjarnir við hús.
- Hreinsa snjó og klaka frá anddyrum kjallara og niðurfalla þar við.
- Hreinsa frá þakrennum og niðurföllum þaka. Gefa þarf flötum þökum sérstaka athygli. Farið afar gætilega þegar unnið er við þök með tilliti til falls.
- Hreinsa snjó af svölum og tryggja að niðurföll virki.
- Það getur verið gott að setja salt og eða heitt vatn í niðurföll til þess að tryggja að vatn komist niður.
AĐRAR FRÉTTIR
Fréttir / 8. febrúar 2023
Fréttir / 7. febrúar 2023
Fréttir / 6. febrúar 2023
Fréttir / 6. febrúar 2023
Fréttir / 1. febrúar 2023
Fréttir / 31. janúar 2023
Fréttir / 30. janúar 2023
Fréttir / 30. janúar 2023
Fréttir / 27. janúar 2023
Fréttir / 26. janúar 2023
Fréttir / 24. janúar 2023
Fréttir / 20. janúar 2023
Fréttir / 19. janúar 2023
Fréttir / 28. desember 2022
Fréttir / 19. janúar 2023
Fréttir / 17. janúar 2023
Fréttir / 16. janúar 2023
Fréttir / 13. janúar 2023
Fréttir / 11. janúar 2023