Heimaþjónustudeild auglýsir eftir starfsmanni í 80% starfshlutfall. Starfið felst m.a. í félagslegri heimaþjónustu, heimilisþrifum og dagdvöl.
Leitað er að einstaklingi 20 ára eða eldri sem hefur:
• ríka þjónustulund
• góða skipulagshæfileika
• getu til að vinna sjálfstætt og eiga frumkvæði
• góða hæfni í mannlegum samskiptum
Launakjör: Starfið hentar öllum kynjum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Jónsdóttir forstöðumaður heimaþjónustudeildar í síma 426-8014, netfang: stefania@grindavik.is
Umsókn um starfið sendist á netfangið stefania@grindavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. feb. næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.