Laus störf: Byggingarfulltrúi Grindavíkurbćjar

 • Fréttir
 • 19. janúar 2023

Grindavíkurbær auglýsir stöðu byggingarfulltrúa lausa til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Starfshlutfall er 100%. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. 

Hlutverk byggingarfulltrúa er að sjá til þess að byggingarmál í sveitarfélaginu séu í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og reglugerð þeim tengdum. Byggingarfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við skipulagsfulltrúa og lögfræðing skipulags- og umhverfissviðs.

Helstu verkefni:

 • Verkefni sem byggingarfulltrúa eru sett í lögum og reglugerðum sem snúa að málaflokknum þar á  meðal lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð.
 • Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum bæjarins.
 • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt afgreiðslu á lóða - og leyfisumsóknum.
 • Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga.
 • Samskipti við hagsmunaaðila.
 • Byggingarfulltrúi er jafnframt veitustjóri vatns- og fráveitu sveitarfélagsins og sinnir verkefnum þeim tengdum í samstarfi við umsjónarmann fasteigna og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.  
 • Yfirferð og samþykkt reikninga.
 • Áætlanagerðir.
 • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, þá helst verkefni er lúta að byggingarmálum.
   

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
 • B.S./M.S próf sem verkfræðingur, tæknifræðingur, arkitekt eða byggingarfræðingur.
 • Autocad kunnátta æskileg.
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu á sviði byggingarmála.
 • Þekking á lagnakerfum í jörðu er kostur vegna hlutverks byggingarfulltrúa sem veitustjóra.
 • Þekking á lagaumhverfi málaflokksins kostur.
 • Reynsla af stjórnsýslu og lagaumhverfi sveitarfélaga kostur.
 • Mikil samskipta- og samstarfshæfni ásamt frumkvæði og öguðum vinnubrögðum í starfi.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
 • Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Góð íslensku og ensku kunnátta.
 • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi.
   

Umsókn þarf að fylgja ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2023 og skulu allar umsóknir berast í gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs: atligeir@grindavik.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. febrúar 2024

Grindavíkurvegur opinn

Fréttir / 19. febrúar 2024

Dagskrá íbúafundarins í dag

Fréttir / 15. febrúar 2024

Skipulagiđ fyrir 16. febrúar

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íbúafundur 19. febrúar frá 17-19

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íţróttafólk Grindavíkur 2023 verđlaunađ

Fréttir / 14. febrúar 2024

Skipulag fyrir fimmtudaginn 15. febrúar

Fréttir / 12. febrúar 2024

Hćgt ađ sćkja um íbúđir hjá Bríeti

Fréttir / 14. febrúar 2024

Pistill bćjarstjórnar 14. febrúar