Ungu íţróttafólki afhent hvatningarverđlaun Grindavíkurbćjar

  • Fréttir
  • 30. desember 2022

Hvatningarverðlaun Grindavíkur voru afhent ungu íþróttafólki, í gær, þann 29. desember en viðurkenningarnar hafa verið veittar í tengslum við val á íþróttafólki Grindavíkur. Í ár fengu tíu ungmenni viðurkenningar frá sveitarfélaginu og má lesa umsagnir þjálfara verðlaunahafanna hér að neðan. 

Grindavíkurbær óskar þeim til hamingju með viðurkenninguna og velfarnaðar í framtíðinni.

Andrea Margrét Davíðsdóttir, fyrir pílukast
Andrea hefur náð mjög góðum árangri í íþróttinni en hún endaði í efsta sæti á stigalista Íslenska pílukastsambandsins yfir stúlkur á aldrinum 13- 18 ára á árinu 2022. Hún æfir vel og er mikil keppnismanneskja og það verður mjög gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

Díana Ösp Káradóttir, fyrir hestaíþróttir
Díana Ösp er efnilegur knapi sem stundar hestaíþróttina á metnaðarfullan hátt. Hún keppti á Íslandsmóti ásamt því að keppa á opnum mótum sem og innanfélagsmótum. Hún er áhugasöm, hógvær og kurteis, stundar knapamerkja menntun og er í keppnishóp Brimfaxa.

Helga Rut Einarsdóttir, fyrir knattspyrnu
Helga Rut er ungur og metnaðarfullur leikmaður sem mætir á allar æfingar og leggur sig alltaf 110% fram. Hún hefur þroskast á afar jákvæðan hátt og sýnir aukið sjálfstæði og mikinn baráttuvilja sem skilað hefur henni byrjunarliðssæti í meistaraflokki Grindavíkur. Helga uppskar landsliðssæti í U-15 í sumar og hefur nú verið boðuð á æfingar með U-17. Hún hefur sýnt miklar framfarir á öllum sviðum auk þess er Helga Rut félagi sínu til mikils sóma. Helga Rut er leikmaður sem yngri iðkendur ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Hilmar Máni Hlynsson, fyrir knattspyrnu
Hilmar Máni er mjög áhugasamur og duglegur iðkandi. Hann mætir á allar æfingar og leggur sig alltaf 110% fram. Hilmar Máni er metnaðarfullur leikmaður og er alltaf tilbúinn að hlusta á leiðsögn sem margir ungir iðkendur mættu taka sér til fyrirmyndar því það er leiðin að árangri. Hann hefur þroskast á afar jákvæðan hátt og sýnir aukið sjálfstæði og mikinn baráttuvilja. Hann hefur sýnt miklar framfarir á öllum sviðum auk þess er Hilmar Máni mikil fyrirmynd utan vallar, hann er mjög kurteis, kemur vel fram og er félagi sínu til mikils sóma.  

 

Hjörtfríður Óðinsdóttir
Hjörtfríður hefur mikinn metnað og er mjög áhugasöm. Hún mætir vel á æfingar og hlustar vel á þjálfarann og er til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Hún er mjög kraftmikill og vinnusöm. Hún er mjög dugleg að aðstoða þegar viðburðir eru hjá körfuknattleiksdeildinni.

Jón Breki Einarsson, fyrir körfuknattleik
Jón Breki er jákvæður og áhugasamur iðkandi sem leggur sig alltaf fram í öllu sem gerir hvort sem hann er leikmaður eða að aðstoða við viðburði hjá körfuknattleikdeildinni. Hann kemur alltaf vel fram og er öðrum iðkendum flott fyrirmynd.



Magnús Máni Magnússon, fyrir hestaíþróttir    
Magnús Máni er metnaðarfullur hestaíþróttamaður. Keppti á Landsmóti hestamanna, Íslandsmóti og opnum mótum sem og innanfélagsmótum. Magnús er jákvæður, hjálpsamur, stundar knapamerkja menntun og er í keppnishóp Brimfaxa.



Ólöf Harpa Halldórsdóttir, fyrir golf
Ólöf Harpa er glæsilegur fulltrúi GG sem leggur sig mikið fram og mætir á allar æfingar hvernig sem viðrar.  Ólöf hefur alla burði til þess að verða frábær kylfingur.

Ragnar Guðmundsson, fyrir golf
Ragnar hefur tekið gríðalegum framförum á síðasta ári. Forgjöfin lækkar og það verður fróðlegt að fylgjast með Ragnari næstu árin, við hjá GG höfum fulla trú á því að Ragnar geti orðið frábær kylfingur í framtíðinni.



Viktor Veigar Egilsson, fyrir sund
Viktor sinnir sundinu einstaklega vel, mætir vel á æfingar og er metnaðarfullur. Gaman er að fylgjast með Viktori á æfingum þar sem hann leggur sig ávalt 100% fram. Viktor hefur einnig tekið framförum í hraða og tækni. Hann kemur ávalt vel fram, er kurteis og prúður drengur. Ég vona sannarlega að þessi viðurkenning verði þér hvatning að halda áfram og taka enn frekari framförum.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir