Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag - aukafundur

  • Fréttir
  • 27. desember 2022

535. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. desember 2022 og hefst kl. 11:00.

Dagskrá:

Almenn mál
1. 2208150 - Umdæmisráð barnaverndar - Samningur

Samningur um umdæmisráð barnaverndar er lagður fram. 

Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2. 2212059 - Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur

Óskað er eftir því að bæjarstjórn afgreiði samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkur. Að auki er þörf á því að breyta bæjarmálasamþykkt.

3. 2211078 - Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2023
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu varðandi þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar. Sveitarstjórnir þurfa að samþykkja og tilkynna fjármálaráðuneytinu í síðasta lagi 30. desember nk. hækkun útsvarsálagningar um 0,22% stig ef þau ætla koma skaðlaus frá því að þetta sama hlutfall verði tekið af heildarútsvarsálagningu sveitarfélagsins og látið renna í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Útsvarsálagningin hækkar því úr 14,40% í 14,62%.

Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna.

4. 2211092 - Kalka sorpeyðing - Söfnun úrgangs og söfnunarílát
Lagt fram erindi frá stjórn Kölku, dags. 22.11.2022 þar sem óskað er eftir samþykki bæjarins fyrir því að Kalka sjái um söfnun úrgagns frá heimilum vegna fjögurra úrgangsflokka og sjái líka um fjármögnun söfnunarílátanna. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þriggja tunnu kerfi. Við bætist 1 tvískipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænt.

 

23.12.2022
Fannar Jónasson, bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir