13. fundur í öldungaráði Grindavíkurbæjar, haldinn í minni bæjarstjórnarsal þriðjudaginn 6. september 2022, kl 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Halldórsson formaður, Sigurður Ágústsson, Ingi Steinn Ingvarsson, Klara Bjarnadóttir, Fanný Laustsen, Helgi Einarsson og Ingibjörg Þórðardóttir.
Fundargerð ritaði: Ingi Steinn Ingvarsson
Dagskrá
1. Fæði fyrir vistmenn á hjúkrunardeildinni í Víðihlíð
370.000 kr á mánuði fyrir að keyra bílnum sem ferjar matinn fram og tilbaka sem gerir 4.440.000 á ári.
170.000 kr á mánuði fyrir afnot á eldhúsi sem gerir það 2.000.040 á ári.
Öldungaráð vill láta athuga hvort hægt sé að skoða það að önnur leið sé til að nýta pening fyrir fæði sé möguleg. Öldungaráð leggur það til að Grindavíkurbær yfirtekur eldhúsið í Víðihlíð og þar afleiðandi leggur öldungaráð það fram á fundi dagsins að næsti fundur verði með bæjarráði.
2. Önnur mál
Ályktun: Öldungaráð veltur því fyrir sér afhverju eru svo margir í dagvistun og hver eru framtíðarplön Grindavíkurbæjar varðandi dagvistun og dvalarheimili.
Ályktun: Öldungaráð leggur það fram að bæjarstjórn Grindavíkur knýi á ríkið um að stækka hjúkrunarheimilið í hagkvæma stærð.
Fundi slitið: 17:04