Fundur 111

  • Skipulagsnefnd
  • 20. desember 2022

111. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 19. desember 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 4. mál: Glæsivellir 21A - breyting á hverfisskipulag - 2210068. 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Víkurbraut 25 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2211028
    Fulltrúar Mílu komust ekki á fundinn vegna veðurs. Erindi frestað til fundar skipulagsnefndar í janúar. 
         
2.      Breyting á deiliskipulagi - Spóahlíð 3 - 2212005
    Tekin er fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 3. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 
         
3.      Fyrirspurn til skipulagsnefnd vegna Spóahlíðar 22-30 - 2212041
    Smiðshöggið ehf. óskar eftir að fá að fjölga húsum í raðhúsalengju við Spóahlíð 22-30 um eitt. Í stað 5 húsa 9m breitt hvert þá er óskað eftir að fá að reisa 6 hús, 7,5m hvert. 

Skipulagsnefnd vill ekki breyta því skipulagi sem er á raðhúsalóðunum við Spóahlíð. Erindinu er því hafnað.

         
4.      Glæsivellir 21a - breyting á hverfisskipulag - 2210068
    Grenndarkynningu er lokið og bárust þrjár athugasemdir frá aðliggjandi lóðarhöfum. 

Skipulagsnefnd hafnar því að breyta hverfisskipulaginu á þann hátt sem óskað er eftir að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust. 
         
5.      Staður laxeldisstöð - Umsókn um byggingarleyfi - 2212054
    Samherji fiskeldi ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir seiðahúsi við bleikjueldið á Stað. Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag. 

Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
6.      Hafnargata 20-22 20R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2212021
    Hrannar Jón Emilsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Þorbjörn hf. sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu við núverandi húsnæði fyrirtækisins við Hafnargötu 22. Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag. 

Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
7.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 68 - 2212017F 
    Fundargerð byggingar- og skipulagsmála nr. 68 lögð fram.
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659