Tilnefningar til íţróttafólks Grindavíkur 2022

  • Fréttir
  • 8. desember 2022

Líkt og undanfarin ár verða þau heiðruð í lok árs sem skarað hafa fram úr í grindvíksku íþróttalífi. Í ár verða viðurkenningar veittar í Gjánni 29. desember kl. 18:00. Öllum íbúum Grindavíkur er boðið að vera viðstödd þegar kjörinu er lýst. 

Fimm íþróttakonur og fimm íþróttakarlar hafa verið tilnefnd sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2022. Þá verður í þriðja sinn útnefndur þjálfari Grindavíkur og íþróttalið Grindavíkur. Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. Lesa má um þau sem tilnefnd voru hér að neðan en eins og sjá má er mikil gróska í íþróttalífi Grindvíkinga um þessar mundir.

Valnefnd samanstendur af fimm fulltrúum úr frístunda- og menningarnefnd og fimm úr aðalstjórn UMFG. Fram fór leynileg kosning að loknum kynningarfundi með forsvarsfólki þeirra félaga og deilda sem tilnefndu einstaklinga, lið eða þjálfara í kjörinu. 

Tilnefningarnar eru í stafrófsröð:

ÍÞRÓTTAKONA GRINDAVÍKUR

Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur
Hulda Björk er fyrirliði og lykilleikmaður í liði Grindavíkur. Hún lék með U20 ára liði Íslands í ár og hefur bætt sinn leik mikið á árinu. 

Patricia Ladina Hobi, hestaíþróttir
Patricia keppti á fjölmörgum mótum á árinu og náði í A og B úrslit í flestum greinum. Er fjölhæfur knapi, stundar tamningar, þjálfar keppnisknapa og er liðsmaður áhugamannadeild Equsana. 

Svanhvít Helga Hammer, pílukast
Svanhvít Helga hefur á skömmum tíma náð að verða ein af kvenpílukösturum landsins. Hún lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu í pílukasti, var tvisvar sinnum valin í landslið á árinu og keppti á Norðurlandamóti í Danmörku og Evrópumóti á Spáni. 

Una Rós Unnarsdóttir, knattspyrna
Una Rós leiddi lið Grindavíkur sem fyrirliði í sumar. Lék alla 18 leiki liðsins og tók góðum framförum á árinu. Hún er mikill karakter í ungu liði og lykilleikmaður til framtíðar. 

Þuriður Halldórsdóttir, golf
Þuríður er klúbbmeistari GG árið 2022. Forgjöf hennar er 17,4. Hún hefur verið iðin við að taka þátt í öðrum mótum og staðið sig með prýði. 

 

ÍÞRÓTTAKARL GRINDAVÍKUR

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, knattspyrna
Dagur Ingi átti gott tímabil með Grindavík í sumar. Hann skoraði alls 11 mörk á tímabilinu og varð markahæsti leikmaður liðsins. Hann stimplaði sig inn sem lykilmaður í liði Grindavíkur til framtíðar. 

Helgi Dan Steinsson, golf
Helgi Dan er klúbbmeistari Golfklúbbs Grindavíkur í ár. Forgjöf hans er +2,9 sem gerir hann að lang forgjafalægsta kylfingi GG frá upphafi og einnig meðal forgjafalægstu kylfinga á landinu. 

Matthías Örn Friðriksson, pílukast
Matthías Örn er efstur Íslendinga á stigalista Norðurlandamótaraðar PDC og varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á stóru móti á vegum PDC. Hann er íslandsmeistari í pílukasti og var í liði Grindavíkur sem varð íslandsmeistari í liðakeppni. 

Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
Ólafur er fyrirliði karlaliðis Grindavíkur og lykilmaður í liðinu sem er að megninu til skipað ungum Grindvíkingum. Hann hefur leikið með A landsliði íslands sem náð hefur góðum árangri í undankeppni HM á árinu. 

Rúrik Hreinsson, hestaíþróttir
Rúrik er liðsstjóri og liðsmaður í áhugamannadeild Equsana og keppti jafnframt á árinu með góðum árangri. Hann hefur þjálfað keppnisknapa í Grindavík fyrir stórmót. 

 

ÍÞRÓTTALIÐ GRINDAVÍKUR

A lið Pílufélags Grindavíkur
A lið Pílufélags Grindavíkur er núverandi íslandsmeistari félagsliða. Leikmenn liðsins hafa unnið fjöldan allan af íslandsmeistaratitlum í bæði einmenning sem og tvímenning.

3. flokkur kvenna í knattspyrnu
3. fl. kvenna náði þeim árangri að komast í úrslit á Rey Cup mótinu sem fram fór í ágúst. Margar ungar og efnilegar knattspyrnukonur léku með liðinu sem sumar hverjar eru farnar að taka þátt í leikjum og æfingum með meistaraflokki. 

 

ÞJÁLFARI GRINDAVÍKUR

Margrét Rut Reynisdóttir og Nihad Cober Hasecic, knattspyrna
Margrét Rut og Cober stóðu sig afar vel í þjálfun í sumar. Meðal afreka þeirra var að Grindavík komst í úrslit í Rey Cup í 3. flokki kvenna. 

Nökkvi Már Jónsson, körfuknattleikur
Nökkvi Már þjálfaði unglingaflokka á árinu ásamt því að sinna afreksþjálfun og leiðbeina á aukaæfingum. Hann hefur lagt mikinn metnað í þjálfun og leiddi vinnu við að uppfæra námskrá deildarinnar. 

Þorlákur Halldórsson, golf
Þorlákur hefur þjálfað börn og unglinga fyrir GG og skilað þeirri vinnu með miklum sóma. Hann er vel liðinn og ber af sér góðan þokka.

 

Íþróttamenn Grindavíkur 1988-2007

1988 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1989 Sigurður H Bergmann, júdó
1990 Sigurður H Bergmann, júdó
1991 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1992 Sigurður H Bergmann, júdó
1993 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1994 Sigurður H Bergmann, júdó
1995 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1996 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1997 Milan Stefán Jankovic, knattspyrna
1998 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1999 Grétar Ó Hjartarson, knattspyrna
2000 Ólafur Örn Bjarnason, knattspyrna
2001 Guðlaugur Eyjólfsson, körfuknattleikur
2002 Sinisa Kekic, knattspyrna
2003 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2004 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2005 Paul MacShane, knattspyrna
2006 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2007 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur

Íþróttakarlar Grindavíkur 2008-2021

2008 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2009 Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur
2010 Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrna
2011 Óskar Pétursson, knattspyrna
2012 Björn Lúkas Haraldsson, taekwondó
2013 Jóhann Árni Ólafsson, körfuknattleikur
2014 Daníel Leó Grétarsson, knattspyrna
2015 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2016 Alexander Veigar Þórarinsson, knattspyrna
2017 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2018 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2019 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2020 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2021 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2022 ?

Íþróttakonur Grindavíkur 2008-2021

2008 Jovana Stefánsdóttir, körfuknattleikur
2009 Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrna
2010 Helga Hallgrímsdóttir, körfuknattleikur
2011 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, körfuknattleikur/knattspyrna
2012 Christine Buchholz, hlaupakona
2013 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2014 Guðrún Bentína Frímannsdóttir, knattspyrna
2015 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2016 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2017 Dröfn Einarsdóttir, knattspyrna
2018 Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur
2019 Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur
2020 Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir
2021 Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur
2022 ?

Lið Grindavíkur 2020-2021

2020 Mfl. kvenna í knattspyrnu
2021 A lið Pílufélags Grindavíkur
2022 ?

Þjálfari Grindavíkur 2020-2021

2020 Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson, knattspyrna
2021 Ólöf Helga Pálsdóttir, körfuknattleikur
2022 ?


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 6. febrúar 2023

Sokkinn bátur varđ ađ rćđupúlti

Fréttir / 6. febrúar 2023

Viltu finna milljón?

Fréttir / 30. janúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. janúar 2023

Laust starf: Sálfrćđingur

Fréttir / 19. janúar 2023

Laus störf: Starfsfólk í heimaţjónustu

Fréttir / 16. janúar 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 13. janúar 2023

Tilkynning frá Kölku varđandi sorphirđu