Barnajól með Grindavíkurdætrum
Grindavíkurdætur bjóðum börnum og foreldrum þeirra á skemmtilega samverustund þar sem þær syngja nokkur af uppáhalds jólalögum sínum þann 11. desember í Kvikunni kl. 17:00
Kaffi, kleinur, Svali og Prins póló verður til sölu - posi á staðnum.
Grindavíkurdætur verða í jólapeysum og hvetja gesti til þess að mæta í sínum peysum líka.
Aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn á Facebook
Hátíðartónleikar Grindavíkurdætra
Komið er að árlegu jólatónleikum sem koma okkur í hátíðarskap. Við munum flytja vinsæl jólalög, bæði erlend og íslensk. Tónleikarnir verða þann 11.desember í Grindavíkurkirkju kl. 20:30
Þá munum við einnig frumflytja tvö jólalög eftir Grindvíkinginn Kristínu Matthíasdóttur.
Grindavíkurdætur verða með gjafapoka til sölu sem fjáröflun fyrir kórferð.
Í gjafapokunum verður kaffi frá Crescendo, hægt verður að kaupa baunir eða malað kaffi. Jólaservíettur, tvö hvít kerti frá Duni og súkkulaði frá Hérastubbi bakara- verð á gjafapoka 4000 kr.
Miðaverð á tónleika 1.500 kr- ekki posi á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur og færa ykkur jólaandann.
Viðburðurinn á Facebook