Fundur 110

  • Skipulagsnefnd
  • 7. desember 2022

110. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 5. desember 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á.  Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082
    Undir dagskrárliðnum sátu þau Bergsteinn Ólafsson og Eydís Ármannsdóttir umferðaröryggisfulltrúar skipulagsnefnar. 

Drög að stefnu Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram eftir umsagnir frá Lögreglunni á Suðurnesjum, Samgöngustofu og Vegagerðinni. 

Eftirfarandi bætt við drögin: 

- Hraði á Ránargötu neðan Mánagötu verður 50 km/klst 
- Þungatakmarkanir verði settar á Víkurbraut neðan Sunnubrautar. 

Skipulagsnefnd leggur til að stefnan verði kynnt íbúum í upphafi árs 2023. Stefnt er að því að hún taki gildi vorið/sumarið 2023. 

Skipulagsnefnd vísar erindu til bæjarráðs til umfjöllunar. 

         
2.      Breyting á deiliskipulagi á Stað - 2212006
    Samherji fiskeldi sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Stað vestan Grindavíkur. Sótt er um stækkun á byggingarreit um 263 m2. Samþykki landeiganda fyrir deiliskipulagsbreytingunni liggur fyrir. 

Skipulagsnefnd samþykkir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Stað sé að ræða. Í ljósi þess að samþykki landeiganda liggur fyrir fellur skipulagsnefnd frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki aðra en sveitarfélagið og umsækjanda ( sbr. 3 mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010). 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna. Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagsfulltrúa er falið að afgreiða skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við skipulagslög. 

         
3.      Breyting á deiliskipulagi - Spóahlíð 3 - 2212005
    Smiðshöggið ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 3. Sótt er um að fá að breytta byggingareit fyrir 12 íbúðir. Jafnframt breytingar á innkeyrslu og tilfærslu á lóðarmörkum án breytinga á lóðarstærð. 

Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði með framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 3 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna skipulagstillöguna fyrir lóðarhöfum við Spóahlíð 1, 5 og 9. 

Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna breytingu á grunngögnum deiliskipulags og lóðarblöðum, kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar o.s.frv.
         
4.      Seljabót 2a - óveruleg deiliskipulagsbreyting - 2211106
    Skipulagsfulltrúi óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar við Seljabót 2a. Óskað eftir að útbúin verði byggingarreitur undir dælustöð fyrir fráveitukerfi. 

Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytinguna og óskar umsagnar frá hafnarstjórn um tillöguna áður en áfram er haldið. 
         
5.      Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld - 2212002
    Drög að breyttri gjaldskrá byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjalda Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir drögin og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði og afgreiðslu í bæjarstjórn. 
         
6.      Reglur um lóðarúthlutanir - tillaga að breytingu des 2022 - 2212003
    Drög að breytingum á reglum um lóðarúthlutanir Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir drögin og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði og afgreiðslu í bæjarstjórn. 
         
7.      Aðalskipulagsbreyting í Reykjanesbæ Vinnslutillaga ósk um umsögn - 2211073
    Reykjanesbær óskar umsagnar við vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar á Reykjanesi. Breytingin varða stækkun á iðnaðarsvæði i5 og aukning á byggingarmagni. Gert er ráð fyrir uppbyggingu fiskeldis á svæðinu. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna og vísar afgreiðslu málsins til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125