Fundur 1630

  • Bćjarráđ
  • 7. desember 2022

1630. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 6. desember 2022 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 19. mál: 2212018 Stafræn smiðja á Suðurnesjum. 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Ræktunarstöð fyrir skeldýralirfur - 2211060
Júlíus B. Kristinsson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir fyrirtækisins Silfurgen ehf.


2. Greiðslur nefndarlauna - 2211103
Launafulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um að nefndarlaun verði greidd mánaðarlega. 

Bæjarráð samþykkir erindið og að haldið verði utanum öll nefndarlaun í Vinnustund og upphafsdagsetning verður 01.01.2023.

3. Kjarasamningsumboð - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2211068
Launafulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram tillaga að samkomulagi um kjarasamningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Grindavíkurbæjar og samkomulag um sameiginlega ábyrgð vegna samningaviðræðna um gerð kjarasamninga. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð skjöl.

4. Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld - 2212002
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að breyttri gjaldskrá byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjalda Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn. 

5. Gjaldskrá og samþykkt fráveitu Grindavíkurbæjar - 2212001
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að breyttri gjaldskrá fráveitu Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn. 

6. Breyting á gjaldskrá um sorpgjöld og sorphirðu í Grindavík - 2023 - 2211054
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að breyttri gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingu Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.

7. Samþykkt um gatnagerðargjöld - tillaga að breytingu des 2022 - 2212004
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að breyttri samþykkt um gatnagerðargjöld Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarráð vísar samþykktinni til samþykktar í bæjarstjórn.

8. Reglur um lóðarúthlutanir - tillaga að breytingu des 2022 - 2212003
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að breyttum reglum um lóðarúthlutun í Grindavíkurbæ lögð fram. 

Bæjarráð vísar samþykktinni til samþykktar í bæjarstjórn.

9. Gjaldskrá vatnsveitu Grindavíkurbæjar - 2211075
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að breyttri gjaldskrá vatnsveitu Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.

10. Jarðvinna á lóðamörkum Hafnargötu 24 og 26. - 2205001
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindi frá Eldhamri vegna framkvæmda á lóðarmörkum við Hafnargötu 24 og 26 lagt fram. 

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum.

11. Fjarskiptamastur MÍLU í Grindavíkurbæ - 2211096
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð frestar málinu þar sem það er til umfjöllunar á næsta fundi skipulagsnefndar.

12. Félagsaðstaða eldri borgara - útboð - 2211105
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Málið lagt fram í kjölfar opnunar á tilboðum í félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð. 

Tilboð Grindarinnar ehf. hefur verið valið. 

13. Uppbygging lóðar við Hafnargötu - 2212007
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Tími vegna auglýsingar um svæði við Hafnargötu rann út kl. 12 þriðjudaginn 6. desember. Tillögur bárust frá þremur áhugasömum aðilum. 

Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá þessum aðilum á næsta fundi bæjarráðs sem er 20. desember.

14. Skipulagsgreining Grindavíkurhöfn - 2211029
Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram kostnaðar- og tímamat frá Eflu, dags. 01.12.2022 um skipulagsgreiningu fyrir Grindavíkurhöfn í nútíð og framtíð. 

Bæjarráð samþykkir verkefnið. 

15. Kalka sorpeyðing - Söfnun úrgangs og söfnunarílát - 2211092
Lagt fram erindi frá Kölku, dags. 22.11.2022 þar sem óskað er eftir samþykki bæjarins að Kalka sjái um söfnun úrgagns frá heimilum vegna fjögurra úrgangsflokka og sjái líka um fjármögnun söfnunarílátanna. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

16. Fisktækniskóli Íslands - Útskrift og afmæli - 2211100
Erindi lagt fram frá skólastjóra fisktækniskólans, dags. 29.11.2022 vegna útskriftar 15. des. nk á 10 ára afmæli skólans með hvatningu um gjöf til skólans frá Grindavíkurbæ. 

Bæjarráð samþykkir 1.000.000 kr. til Fisktækniskólans. 

17. Fasteignagjöld - innheimta - 2211102
Lagt fram yfirlit yfir greiðsluhraða fasteignagjalda vegna ársins 2021.

18. Álagningareglur fasteignagjalda 2023 - 2206011
Lögð fram tillaga um að fjölga gjalddögum fasteignagjalda úr 10 í 11. 

Bæjarráð samþykkir að fjöldi gjalddaga á árinu 2023 verði 10. 

19. Stafræn smiðja á Suðurnesjum - 2212018
Undirbúningshópur stafrænnar smiðju, skipaður af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, leitar eftir fjárhagsaðstoð við að stofna og reka Fab Lab stafræna smiðjur á Suðurnesjum. 

Bæjarráð mun styðja við verkefnið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135