Fundur 533

 • Bćjarstjórn
 • 2. desember 2022

 

533. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. nóvember 2022 og hófst hann kl. 16:00.

 

 

Fundinn sátu:Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:

 

1.  

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 - 2211030

 

Til máls tók: Ásrún.

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 er lögð fram til samþykktar.

Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu vegna niðurgreiðslna til dagmæðra:

Vistunarstund aðila í sambúð:           8.000 kr.         (8 tíma vistun 64.000 kr.)
Vistunarstund einstæðra foreldra:  9.600 kr.          (8 tíma vistun 76.800 kr.)

Breytingatillagan er samþykkt samhljóða.

 

   

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar

2023

       
   

       Gildistaka 1. janúar 2023, nema annað sé tekið fram

 

02 Félagsþjónusta

 
 

Málefni eldri borgara

 
   

Þrif, kr. klst.

1.530

   

Matur í Víðihlíð (þátttaka eldri borgara)

1.160

   

Matur í Víðihlíð, heimkeyrsta (þátttaka eldri borgara)

1.490

   

Námskeið: Þátttaka í Janusarverkefninu

3.440

       

04 Fræðslumál

 
 

Leikskólagjöld

 
   

Tímagjald, almennt gjald

3.850

   

Tímagjald, einstæðir foreldrar og námsmenn

2.900

   

Viðbótar 15 mín, fyrir

1.320

   

Viðbótar 15 mín, eftir

1.320

   

Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri

 
   

     Systkinaafsl. 2. barn 

50%

   

     Systkinaafsl. 3. barn og fleiri

100%

       
   

Afsláttur er af tímagjaldi, greitt er fyrir mat og hressingu

 
   

Séu báðir foreldrar í fullu námi greiða þau afsláttargjald

 
   

Hressing  (morgun/síðdegi)

3.040

   

Hádegismatur

5.710

       
 

Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum

 
   

8 tíma vistun, almennt gjald, (pr. vistunarstund 8.000)

64.000

   

8 tíma vistun, einstæðir foreldrar  (pr. vistunarstund 9.600)

76.800

   

Afsláttarreglur, gilda með leikskóla og skólaseli

 
   

     Systkinaafsl. 2. barn 

50%

   

     Systkinaafsl. 3. barn og fleiri

100%

       
 

Grunnskóli

 
   

Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði

65%

   

Ávaxtastundir nemenda á mánuði

65%

   

Samkomusalur, hálfur dagur

19.780

   

Samkomusalur, heill dagur

32.920

   

Skólastofur, hálfur dagur

9.240

   

Skólastofur, heill dagur

13.200

   

Gisting, pr mann

1.380

       
 

Skólasel

Gildistaka 1.8.2023

   

Gjaldflokkur

 
   

Flokkur 1      (allir dagar til kl. 15:00)

15.420

   

Flokkur 2     (allir dagar til kl. 16:00)

22.580

       
   

Síðdegishressing

300

   

Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00 - 16:00 . 

190

   

Tíminn frá kl. 16:00 - 17:00 er á hærra gjaldi.

 
   

Afsláttarreglur, gilda með  leikskóla og vistun hjá dagforeldri

 
   

     Systkinaafsl. 2. barn 

50%

   

     Systkinaafsl. 3. barn og fleiri

100%

       
 

Tónlistarskólagjöld

Gildistaka 1.8.2023

   

Fullt hljóðfæranám

89.960

   

Hálft hljóðfæranám

54.180

   

Fullt söngnám

104.660

   

Hálft söngnám

68.870

   

Fullt aukahljóðfæri

60.050

   

Hálft aukahljóðfæri

35.550

   

Blásarasveit

24.760

   

Hljóðfæragjald 1

11.450

   

Hljóðfæragjald 2

17.170

   

Hljóðfæranámskeið, hópur

23.920

   

Söngnámskeið, hópur

69.780

   

Fræðigreinar í grunnnámi (án hljóðfæranáms)

31.050

   

Systkinaafsláttur 2. barn

50%

   

systkinaafsláttur 3. barn

75%

       

05 Menningarmál

 
 

Bókasafn

 
   

Skírteini

 
   

     Árgjald/aðildarskírteini  (18-67 ára)

0

   

Dagsektir

 
   

     Bækur, hljóðbækur og DVD diskar

100

   

     Dagsektahámark

13.000

   

Viðmiðunargjald fyrir glötuð og eyðilögð gögn

 
   

     Bækur

Innkaupsverð

   

     Tímarit yngri en 6 mánaða

Hálft innkaupsverð

   

Annað

 
   

     Ljósrit og útprentun A4, pr. blað

20

   

     Taupokar

700

   

     Millisafnalán

1.590

       
   

Kynning og leiðsögn á opnunartíma:

 
   

Stutt kynning fyrir sýningu (pr gest)

580

   

Sérpöntuð leiðsögn, að lágmarki 5 gestir (pr. gest)

1.150

   

Kynning og leiðsögn utan opnunartíma:

 
   

Stutt kynning fyrir sýningu (pr. klst. grunngjald)

23.000

   

Sérpöntuð leiðsögn, 1-20 gestir (pr. 20 mín., grunngjald)

46.000

       
   

Leiga á sal á opnunartíma, heill dagur

11.500

   

Leiga á sal utan opnunartíma, kvöld

34.600

   

Leiga á sal utan opnunartíma, heill dagur

46.000

   

Aukaæfing vegna tónleika

5.700

       
   

Kaffi

330

   

Meðlæti

580

   

Fundakaffi (20 bollar í könnu)

5.700

       
   

Þóknun af sölu annarra (vörur, veitingar eða viðburðir)

10%

       

06 Íþrótta- og æskulýðsmál

 
 

Vinnuskóli

 
   

Sláttur fyrir aldraða og öryrkja

1.800

       
 

Sundlaug

 
   

Stakt gjald barna 10 - 18 ára

365

   

Stakt gjald fullorðinna

1.130

   

10 miða kort, börn

2.900

   

10 miða kort, fullorðnir

4.800

   

30 miða kort fullorðnir

11.400

   

Árskort, fullorðnir

25.500

   

Árskort fjölskyldu

38.200

   

Árskort barna 10 - 18 ára

3.100

   

Börn 0- 9 ára

0

   

Aldraðir og öryrkjar

360

   

     Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík

 
   

Leiga á handklæðum

690

   

Leiga á sundfatnaði

690

       
 

Íþróttamannvirki

 
   

Verð eru pr klst

 
   

Hópið

17.800

   

Íþróttahús:

 
   

    Stóri salur, allur

8.130

   

    Stóri salur, hálfur

4.300

   

    50% álag vegna leikja

4.400

   

    Litli salur

4.030

   

    Skemmtanir pr. Klst.

15.900


Gjaldskráin er samþykkt samhljóða.

 

   

2.  

Álagningareglur fasteignagjalda 2023 - 2206011

 

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2023 eru lagðar fram til samþykktar.
 

1.

Fasteignaskattur

   

1.1.

Íbúðarhúsnæði (a-liður)

0,300%

af  fasteignamati húss og lóðar

1.2.

Opinberar byggingar (b-liður)

1,320%

af  fasteignamati húss og lóðar

1.3.

Annað húsnæði (c-liður)

1,450%

af  fasteignamati húss og lóðar

       

2.

Lóðarleiga

   

2.1.

Íbúðahúsalóðir

0,500%

af  fasteignamati lóðar

2.2.

Lóðir v. opinberra bygginga

2,000%

af  fasteignamati lóðar

2.2.

Lóðir v. annað húsnæði

1,600%

af  fasteignamati lóðar

       

3.

Fráveitugjald

   

3.1.

Íbúðarhúsnæði (a-liður)

0,150%

af  fasteignamati húss og lóðar

3.2.

Opinberar byggingar (b-liður)

0,250%

af  fasteignamati húss og lóðar

3.3.

Annað húsnæði (c-liður)

0,200%

af  fasteignamati húss og lóðar

       

4.

Vatnsgjald

   

4.1.

Íbúðarhúsnæði (a-liður)

0,045%

af  fasteignamati húss og lóðar

4.2.

Opinberar byggingar (b-liður)

0,250%

af  fasteignamati húss og lóðar

4.3.

Annað húsnæði (c-liður)

0,200%

af  fasteignamati húss og lóðar

4.4.

Notkunargjald

18,9

  kr/m3 vatns

       

5.

Sorphreinsunargjald

   

5.1.

Íbúðarhúsnæði

19.887

  kr. á tunnu pr. ár

       

6.

Sorpeyðingargjald

   

6.1.

Íbúðarhúsnæði

32.444

  kr. á íbúð pr. ár

       

7.

Rotþróargjald

   

7.1.

Rotþróargjald

25.000

  kr. á rotþró pr. ár

       

8.

Fjöldi gjalddaga

10

 
 

1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2023

 

Heildarfjárhæð á einn gjalddaga

25.000

 


Bæjarstjórn samþykkir álagningarreglurnar samhljóða.

 

   

3.  

Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2023 - 2211031

 

Til máls tók: Ásrún.

Forseti leggur til að tekjuviðmið fyrir árið 2023 hækki um 8% frá árinu 2022.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

   

4.  

Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2023 - 2211078

 

Til máls tóku: Ásrún

Tillaga um óbreytt útsvarshlutfall 14,4%

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall fyrir árið 2023 verði 14,4%

 

   

5.  

Fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar 2023-2026 - 2209058

 

Til máls tók: Ásrún

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar fyrir árið 2023 send bæjarstjórn til staðfestingar.

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2023

 

I. Almenn ákvæði

1. grein

 

Gjaldskrá þessi fyrir Grindavíkurhöfn er sett skv. heimild í 17. grein hafnalaga nr.

61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.

Gjaldskráin er við það miðuð að Grindavíkurhöfn geti haft nægar tekjur til þess að standa undir rekstri hafnar sbr. 5. tölulið 3. gr. hafnalaga., Þ.m.t. fjármagnskostnaði, afskriftum, kostnaði við endurnýjun hafnarinnar og stofnkostnaði samkvæmt lágtímaáætlun hafnarinnar. 

 

II. Um gjaldtöku tengdri stærð skipa

2. grein

 

Við ákvörðun hafnagjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.

 

3. grein

 

Af öllum skipum skal greiða hafnagjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

 

III. Skipa- og aðstöðugjöld

4. grein

 

Lestagjöld

Af öllum skipum skal greiða lestagjald, kr. 20.0 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

Undanþegin greiðslu lestargjalds eru herskip, varðskip og skip sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna, svo og skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi að þau fái ekki aðra þjónustu.

 

Bryggjugjöld

Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða kr. 10,7 á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið við bryggju.

 

Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðargjald, kr. 123,2, á mælieiningu fyrir báta 21-50 BT, þó aldrei lægra en kr. 16.013 á mánuði.

 

Bátar minni en 20 BT greiði þó aldrei lægra en kr. 8.711 á mánuði, og lágmark kr. 399 daggjald í 20 daga.

 

Gjald fyrir einkalegu við flotbryggju er kr. 1.654 á mánuði.

 

Aðstöðugjald fyrir olíudælur og eldsneytistanka 16.013 á mánuði.

 

Gjald fyrir legu erlendra skemmtibáta og skútna er € 88 að lágmarki fyrir hverja byrjaða viku 

 

Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið á haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.

 

IV. Vörugjöld

5. grein

 

Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr

landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim

undantekningum er síðar getur.

 

6. grein

 

Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar,

innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt

vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land.

Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna

skemmda á skipi.

 

7. grein

 

Af vörum sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist

hálft vörugjald.

Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða

fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn.

 

8. grein

 

Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:

 1. Umbúðir sem endursendar eru.
 2. Kol, olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
 3. Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
 4. Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.

 

9. grein

 

Vörugjald skal reikna eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega.

Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóra eða

afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða

til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur

hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn.

Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir

þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

 

10. grein

 

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:

 

1. fl.: Gjald kr. 436.2 pr. tonn:

Bensín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

 

2. fl.: Gjald kr. 740,3 pr. tonn:

Lýsi og fiskimjöl.

 

3. fl.: Gjald kr. 7797,9 pr. tonn:

Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, útgerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda, pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir.

 

4.fl.: Gjald kr. 2.049,5 pr. tonn. Aðrar vörur en tilgreindar eru í 1-3 fl.

 

5. fl.: Gjald 1,6%.

Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða

brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af

heildarverðmæti aflans. Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis.

Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Við sölu afla til skyldra aðila samkv. 3. mgr. 9.greinar laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð Verðlagsstofu skiptaverðs. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega.

 

V. Farþegagjald

11. grein

 

Farþegagjald skal tekið við komu og brottför farþega um Grindavíkurhöfn.

Farþegagjald fyrir hvern fullorðinn með farþegabátum kr. 191,0

Farþegagjald fyrir hvert barn með farþegabátum kr. 94,9

Farþegabátar skulu skila skýrslu um fjölda farþega einu sinni í mánuði.

 

VI. Lóðagjöld og lóðarleiga

12. grein

 

Almenn regla:

Lóðagjöld eru kr. 11.466 á m2 auk virðisaukaskatts. Lóðargjald miðast við staðsetningu og stærð lóðarinnar. Lóðargjaldið er bundið byggingarvísitölu og hækkar mánaðarlega í samræmi við hana. Grunnvísitala til útreiknings er byggingarvísitala í janúar 2021. Lóðarleiga skal vera 2% af lóðarmati hverrar lóðar.

Frávik frá reglu þessari byggist á sérstöku samkomulagi við stærstu lóðarhafa.

 

VII. Móttaka skipa

13. grein

 

Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:

a) Fyrir leiðsögu til hafnarinnar skal greiða kr. 13.420 fyrir hvert skip,

auk 9,3 kr. fyrir hvert brúttótonn. Fyrir leiðsögu úr höfninni greiðist sama gjald.

b) Fyrir leiðsögu um höfnina skal greiða hálft gjald samkvæmt lið a.

c) Fyrir hverja komu flutningaskips sem fellur undir hafnarvernd skal greiða kr. 73.202 í öryggisgjald.

Starfsmenn hafnarinnar eða aðrir menn sem höfnin leggur til að standa hliðvörð við skip meðan á afgreiðslu stendur og skal innheimt gjald hjá útgerð skipsins sem nemur kr. 10.980 fyrir hverja klukkustund.

Tímakaup hliðvarðar á stórhátíðisdögum og sérstökum frídögum pr. klst. kr. 14.775

Lágmarkstími útkalls er 4 klst.

Festargjald fyrir hverja afgreiðslu með einum manni er kr. 20.497. Séu notaðir fleiri en einn maður er gjald fyrir hvern aukamann kr. 20.497

Festargjald í yfirvinnu fyrir hvern mann  er kr. 32.504

Festargjald á stórhátíðisdögum fyrir hvern mann er kr. 81261,4

 

VIII. Þjónusta dráttarbáts

14. grein

 

 1. Skip á leið inn til hafnar eða út sem nýtur aðstoðar hafnsögumanna greiðir pr. klst. kr. 67.102 fyrir hafnsögubát hafnarinnar.
 2. Fyrir aðstoð utan hafnar og verkefni, önnur en björgunaraðgerðir skal greiða kr. 87.526 á klst. miðað við að 2 séu í áhöfn dráttarbáts. Tímagjald reiknast frá því lagt er úr höfn og þar til komið er til heimahafnar aftur.
 3. Fyrir björgun eða aðstoð við skip og báta samkv. samningi SFS og tryggingarfélaga.
 4. Gjaldskráin gildir fyrir bátinn með áhöfn. 20% álag greiðist á alla taxta á yfirvinnutíma og um helgar og 100% ef unnið er á stórhátíðardögum og sérstökum frídögum.
 5. Lágmarkstími fyrir aðstoð er 1 klst. fyrir hafnsögubát en 4 klst. pr. mann í áhöfn.

 

IX. Vatns-, rafmagns- og löndunarkranagjöld og búnaðarleiga

15. grein

 

 1. Vatnsgjöld: Kalt vatn kr/m3 kr. 340
 2. Heitt vatn kr/m3 kr. 1098. Lámarksgjald er fyrir 3 tonn
 3. Kalt vatn smábáta pr. löndun kr.169
 4. Rafmagnssala: Rafmagnsnotkun kr/kwst kr. 22,3
 5. Rafmagnssala: lámarksgjald fyrir erlenda skemmtibáta og skútur € 15 fyrir hvern byrjaðan sólarhring
 6. Leiga rafmagnstafla 500 kr pr. sólarhring en þó að lámarki kr. 3.500
 7. Tengigjald 16 amper kr. 3.660
 8. Tengigjald dagvinna kr. 3.660
 9. Yfirvinnuútkall hafnarvarðar pr. klst. kr. 8.052
 10. Tímakaup hafnarvarðar á stórhátíðsdögum og sérstökum frídögum pr. klst. kr. 16.105
 11. Lágmarkstími útkalls er 4 klst.
 12. Löndunarkranalyklar skilagjald 3.815
 13. Löndunarkranagjald 0,1 – 2.000 kg. / löndun kr. 992
 14. Löndunarkrani tonnagjald 2.000 kg og yfir kr. pr tonn 447
 15. Leiga á ISPS öryggisgirðingum pr. ein kr. 500 fyrir hvern byrjaðan sólarhring. (viðbót)

 

X. Vogargjöld

16. grein

 

 1. Almenn vigtun kr. pr. tonn kr 268.8
 2. Skráningargjald fyrir skráningu í Gaflinn pr. tonn kr. 140,6
 3. Skráningargjald í Gaflinn bræðslufiskur kr. pr. tonn kr. 26,2
 4. Lægsta gjald fyrir einstaka vigtun kr. pr tonn 1.464
 5. Vigtar- og skráningargjald Fiskmarkað kr. pr tonn kr. 293,2
 6. Yfirvinnuútkall eftir kl.17 og um helgar kr. pr klst. 8052
 7. Ef óskað er eftir vigtun á stórhátíðardögum eða sérstökum frídögum er gjald pr. klst. kr. 16.105
 8. Lágmarkstími útkalls er 4 klst.

 

XI. Sorphirðugjöld. vegna úrgangs, skólps mengandi efna og farmleifa frá skipum.

17. grein

 

 1. Skip minni en 10 BT kr./mán. 989
 2. Skip 10 - 24 BT kr./mán. 3.500
 3. Skip 25 – 99 BT kr./mán. 5.494
 4. Skip 100 - 199 BT kr./mán. 8.526
 5. Skip stærri en 200 BT samtals 200 kg í einingu á 50 kr./ kg. Samtals kr./ein. 11.690
 6. Hámarksfjöldi eininga er 10 á mánuði.
 7. Þrátt fyrir ákvæði um einingar hér að ofan er heimilt að vigta sorp frá skipi og haga gjaldtöku samkvæmt vigt séu veiðarfæri og annað sem ekki getur talist venjulegt sorp frá skipi sett í gámana.


Vegna skipa sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu skip greiða eftirfarandi:

 1. Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 3,4 kr. pr BT. Gjald þetta er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 8.053 og hámarksgjald kr. 64.521.
 2. Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfsemi skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 1 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 6426 og hámarksgjald kr. 30.781.
 3. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.
 4. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í Grindavíkurhöfn skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Mánaðargjaldið skal vera kr. 7387 á mánuði.
 5. Förgunargjald: Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar eða óska eftir því að höfnin annist móttöku á úrganginum. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 14.775 á hvern rúmmetra og lágmarksgjald einn rúmmetra. Kjósi skipstjóri eða eigandi skips að óska eftir þjónustu viðurkennds aðila þá greiðir hann kostnað við þá þjónustu. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.
 6. Förgunargjald: Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr. hafnalaga skulu eftir sem áður greiða fyrir losun sorps og förgun þess, sbr. 1. 17 málsgrein gjaldskrárinnar. (liðir 1- 6).
 7. Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um skil á sorpi eða tilkynningum skv. 2. og 3. gr. gjaldskrár þessarar skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.

 

XII. Leiga á malarplönum bundnu slitlagi og hafnarþekju

18. grein


Malarplön og bundið slitlag og hafnarþekjur:
Gámar, veiðarfæri, kör, bátar, kerrur og annað sem nýtir malarplön og hafnarþekjur eða svæði með bundnu slitlægi til lengri eða skemmri tíma skal greiða kr. 130 á pr m2 á mánuði á viðkomandi malarsvæði. Geymsla á svæðum með bundnu slitlagi kr. 258 á pr m2 á mánuði. Geymsla á þekjum

777 pr. m2 Lágmarksgjald samsvarar 20 m2.

 

XIII. Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda

19. grein

 

Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda.

Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu

dráttarvexti á skuldina.

 

20. grein

 

Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til

Grindavíkurhafnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa

hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar

nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og

skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi

upplýsinga frá skipstjóra, og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld

eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.

Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri

getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema

hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til

hafnarinnar.

 

21. grein

 

Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á

annan hátt sjóleiðis enda landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast

skipi til skuldar áður en skip hefur siglingu, nema annað sé sérstaklega um samið.

Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vörur án greiðslu vörugjalds á

hans ábyrgð.

Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.

Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem

vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni

fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar á skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni

skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.

 

22. grein

 

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með aðför að

undangengnum dómi.

Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé.

 

Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum sbr. ákvæði 2. mgr. 21.gr.

hafnalaga nr. 61/2003. Grindavíkurhöfn er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir

greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.

 

23. grein

 

Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Grindavíkurhöfn er skylt að

innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr.

50/1988 um virðisaukaskatt. Undanskilin eru erlend fiskiskip og farskip er sigla til

útlanda.

 

XIV. Gildistaka

24. grein

 

Gjaldskrá þessi fyrir Grindavíkurhöfn er samþykkt af hafnarstjórn 14. nóvember  2022

skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og

staðfest af bæjarstjórn xx.xx.2022

 

Gjaldskráin tekur gildi þann 01. janúar 2023 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

                                 Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

 

   

6.  

Gjaldskrá slökkviliðs Grindavíkur - 2210063

 

Til máls tók: Ásrún.

Lögð fram til samþykktar þjónustugjaldská Slökkviliðs Grindavíkur fyrir árið 2023.

GJALDSKRÁ
Slökkviliðs Grindavíkur


Almennt.

1. gr.

Verkefni Slökkviliðs Grindavíkur ákvarðast af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

2. gr.

FSG innheimta ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármála og efnahagsráðuneytisins.

3. gr.

Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almannahagsmunum.

Lögbundin verkefni.

4. gr.

Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga.
Lágmarksgjald er 25.400 kr.
Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 12.700 kr.

 Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar.

5. gr.

Fyrir hverja endurkomu vegna eftirlits og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 25.400 kr. Fyrir aðra vinnu við eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar skulu innheimtar 12.700 kr fyrir hverja byrjaða klukkustund. Þegar eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar á sér stað utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 45.950 kr., auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr.29. gr. laga um brunavarnir.

Öryggisvaktir á mannvirki.

6. gr.

Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna öryggisvakta eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að öryggisvakt skuli sett á viðkomandi húseign. Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimtar eru að lágmarki 51.360 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.

Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.

Lokun mannvirkis.

7. gr.

Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimtar eru 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

Þegar um lokunaraðgerðir er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 51.360 kr., auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um brunavarnir.

Dagsektir.

8. gr.

Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til frá og með ákvörðun slökkviliðsstjóra um dagsektir og þar til kröfum um úrbætur á eldvörnum hefur verið fullnægt. Innheimtar eru 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

Öryggis- og lokaúttektir.

9. gr.

Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 25.400 kr. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

Eftirfylgni útkalla vegna brunaviðvörunarkerfa.

10. gr.

Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus, skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð.
Innheimt er fast gjald fyrir tvær klukkustundir, 25.400 kr., fyrir eftirlitið. Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 5. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

Umsagnir.

11. gr.

Umsagnir slökkviliðsstjóra til einkaaðila eða annarra stjórnvalda eru ekki fyrirskrifaðar í lögum um brunavarnir. Umsagnir til annarra stjórnvalda eru þó eftir atvikum áskildar í lögum um aðra málaflokka og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Innheimt er fast gjald, 12.700 kr.
Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 51.360 kr., auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

Önnur verkefni og þjónusta.

12. gr.

Slökkviliðið sinnir öðrum verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þessi verkefni falla þó að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa aðildarsveitarfélaga samkvæmt stofnsamningi, séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu.

Fast tímagjald samkvæmt 4. gr. fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 12.700 kr. fyrir lögbundin verkefni. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn. Allt árið er fast tímagjald fyrir byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns  sem ekki er skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum  25.400 kr., nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þar sem um sérstakan viðbúnað að ræða, sbr. 14.-17. gr., er að lágmarki innheimt fyrir fjóra starfsmenn í                           tvær klukkustundir eða 203,200 kr.

Ráðgjafaþjónusta.

13. gr.

Falli ráðgjafavinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafavinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir,  um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi, er þjónustan gjaldskyld.
Innheimtar eru 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

Fylgd vegna sprengiefnaflutninga.

14. gr.

Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir heldur er kveðið á um slíka fylgd í lögreglusamþykkt og veitir lögreglustjóri ekki heimild til flutnings nema í fylgd slökkviliðs. Innheimtar eru að lágmarki 45.950 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.

Viðbúnaður vegna eldsvoða og mengunaróhappa.

15. gr.

Í 2. gr. laga um brunavarnir,  kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögum. Þau gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Lögin ná til starfsemi slökkviliða á landi, þ.m.t. slökkvistarfa í jarðgöngum, í skipum sem liggja í höfn og loftförum sem eru á jörðu niðri.

Slökkvistörf og viðbúnaður við mengunaróhöppum á sjó og í lofti falla hins vegar ekki undir lögin, né heldur eldvarnir í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Slökkviliðsstjóri metur það hverju sinni hvort sinna skuli umbeðnum verkefnum sem liggja fyrir utan gildissvið laganna.

Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni slíku ólögboðnu verkefni skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 170.520 kr., auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund.

Viðbúnaður vegna upphreinsunar.

16. gr.

Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir, á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.

Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 170.520 kr., auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

Viðbúnaður vegna verðmætabjörgunar og vatnsleka.

17. gr.

Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í lögum um brunavarnir, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.

Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 170.520 kr., auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

Tækjaleiga.

18. gr.

Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið.

Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna kvikmyndagerðar eða einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagningu á tækjum skal endurskoða við hverja breytingu á gjaldskrá þessari.

Tæki FSG skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimtar eru að lágmarki 45.950 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.

Annað.

19. gr.

Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum. Innheimt er fyrir tæki samkvæmt 18. gr. og að lágmarki 50.800 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.

Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.

Innheimta.

20. gr.

Grindavíkurbær annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.

Gjöld sem til eru komin vegna öryggis- og lokaúttekta, sem og aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 5. gr. t.o.m. 10. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.

Gildistaka og lagastoð.

21. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Gjaldskráin var samþykkt á xx. fundi Bæjarstjórn Grindavíkur þann xx.

Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og fellur þar með úr gildi gjaldskrá nr. 259/2018.


Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

 

   

7.  

Gjaldskrá vatnsveitu Grindavíkurbæjar - 2211075

 

Til máls tók: Ásrún.

Forseti leggur til eftirfarandi breytingu á gjaldskrá vatnsveitu vegna ársins 2023
Breyting á 1. gr.: Vegna eigna skv. a-lið úr 0,055% í 0,045%.

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða.

 

   

8.  

Gjaldskrá fráveitu Grindavíkurbæjar - 2211074

 

Til máls tók: Ásrún.

Forseti leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2023

Breyting á a. lið 3. greinar: Úr 0,13% af álagningarstofni í 0,15% af álagningarstofni
Breyting á 4. grein: Árlegt rotþróargjald verði 25.000 kr. í stað 20.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða.

 

   

9.  

SSS - Fjárhagsáætlun 2023 - 2211032

 

Til máls tók: Ásrún

Fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2023 er lögð fram til samþykktar. Fjárhæðir hafa verið færðar inn í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2023.

 

   

10.  

Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta Hrund og Helga Dís.

Fjárhagsáætlun 2023-2026, Grindavíkurbæjar og stofnanir lögð fram til síðari umræðu.

Bókun

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir hjá A-hluta árið 2023 er áætluð 505 milljónir króna og er það 11,3% af heildartekjum.  Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir áætluð 754 milljónir króna og er það 15,2% af heildartekjum.

Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2023-2026 er þessi í milljónum króna:

 

2023

2024

2025

2026

Samtals

A-hluti

274

307

186

62

829

A- og B-hluti

305

347

261

115

1.028

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta eru áætlaðar í árslok 2023, 12.275 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.030 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 2.314 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 862 milljónir króna.
Langtímaskuldir eru áætlaðar um 910.619 milljónir króna í árslok 2022. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 193 milljónir króna. Næsta árs afborgun langtímaskulda er 12,63 milljónir króna.
Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 46,7%.

Veltufé frá rekstri áranna 2023-2026 er eftirfarandi í milljónum króna:

 

2023

2024

2025

2026

Samtals

A-hluti

588

685

666

653

2.592

A- og B-hluti

799

900

912

866

3.477

Hlutfall veltufjár af heildartekjum A-hluta á árinu 2023 er áætlað 13,2%. Í saman­teknum reikningsskilum A- og B-hluta er það áætlað 16,1%.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2023-2026 er þessi milljónum króna:

 

2023

2024

2025

2026

Samtals

A-hluti

588

685

666

653

2.592

A- og B-hluti

799

900

912

866

3.477

Fjármögnun framkvæmda og afborgana af langtímalánum, á þessu 4 ára tímabili, mun að mestu verða með veltufé þessara ára. Til viðbótar er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu, 650 milljónir 2025 og 600 milljónir 2026. Auk þess er gert ráð fyrir að handbært fé lækki um 1.450 milljónir kr. og verði 217 milljónir króna í árslok 2026.     Meirihluti B-, D- og U-lista.

Breytingatillaga 1 frá Miðflokknum
Miðflokkurinn leggur til að bætt verði inn í fjárhagsáætlun 150 milljónum árið 2023 og 150 milljónum 2024 til að fara framkvæmdir við gervigras á aðalvelli knattspyrnudeildarinnar. Einnig leggjum við til að færa til 50 milljónirnar árið 2026 sem eiga að fara í viðhald á gervigrasi í Hópinu yfir á sumarið 2024.

Greinargerð
Það er þungt hljóðið í foreldrum krakkanna sem eru að æfa knattspyrnu í Grindavík og hefur verið lengi. Bærinn sem vill m.a. kenna sig við það að vera mikill íþróttabær er að draga lappirnar í framkvæmdum á gervigrasvelli og þurfa því foreldrar barnanna að aka með þau ca. 100 km á sinn heimavöll, sem er staddur í öðru sveitarfélagi. Þetta vill Miðflokkurinn laga sem fyrst ásamt því að endurnýja gervigrasið í Hópinu sem er mjög illa farið.
                                                Bæjarfulltrúar Miðflokksins

Breytingatillaga 2 frá bæjarfulltrúum Miðflokksins
Miðflokkurinn vill leggja til að farið verði strax í áfanga tvö í gatnagerð í Hlíðarhverfi á næsta ári og hann kláraður en í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir því.

Greinargerð
Engar lóðir eru lausar til byggingar íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu í dag og miða við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins virðist meirihlutinn bara nokkuð sáttur við þá stöðu.
Þær breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu í Grindavík gefa okkur tilefni til að ætla að framundan gæti verið tími atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu. Sú uppbygging gæti einnig kallað á mögulega meiri og betri uppbyggingar hafnarmannvirkjanna. Því er það galið að meirihlutinn skuli draga lappirnar með möguleika á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu þegar við sjáum flest að eftirspurnin eftir lóðum er þónokkur.
                                    Bæjarfulltrúar Miðflokksins

Fundarhlé tekið kl. 16:45 - 17:15

Breytingatillaga 1 er felld með 4 atkvæðum meirihluta gegn 3 atkvæðum minnihluta.

Bókun
Fenginn var óháður aðili til að taka út gervigrasið í Hópinu og var niðurstaðan sú að með því að lagfæra grasið fyrir 2,5 milljónir þyrfti að Skipta grasinu út eftir 2 ár, áætlunin hljóðar uppá þær tillögur. Rekstrarkostnaður á nýju grasi er hærri en núverandi og með lagfæringum verður nýtingin betri.
Stjórn knattspyrnudeildar sendi erindi með óskum um endurnýjun grassins, eða ef grasinu yrði ekki skipt út þá yrði gert við það vel og fljótlega, sem við stefnum á að gera. Í þessari fjárhagsáætlun er jafnframt gert ráð fyrir 21,5 milljón í lýsingu í Hópinu ásamt 2,5 milljónum í lagfæringuna.
Varðandi gervigras á aðalvellinum getum við tekið undir að hvimleitt er að aka í önnur sveitarfélög til keppni yfir vetrarmánuðina en í málefnasamningi meirihluta er sundlaug í forgangi.
                                Meirihluti B-, D-, og U-lista

Breytingatillaga 2 er felld með 4 atkvæðum meirihluta gegn 3 atkvæðum minnihluti.

Bókun
Fyrirhugað nýtt hverfi með tilheyrandi íbúafjölgun. Búið er að úthluta 1. áfanga í nýju Hlíðarhverfi okkar Grindavíkinga og hafa ber í huga að mikil íbúafjölgun kallar á mikla uppbyggingu í innviðum, áætlun íbúafjölda í fullbyggðu hverfi eru rúmlega 1.000 einstaklingar og má þá gera ráð fyrir að byggja þurfi skóla og leikskóla til að geta tekið vel á móti íbúum hverfisins.
                                 Meirihluti B-, D- og U-lista

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2023-2026 með 4 atkvæðum meirihluta, 3 fulltrúar minnihluta greiða atkvæði á móti.

Fundarhlé er tekið 17:50 - 17:58

Bókun
Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur B, D og U harmar að bæjarfulltrúar Miðflokksdeildar Grindavíkur kjósi á móti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Vinna við fjárhagsáætlun var unnin að mestu leiti í samvinnu allra bæjarfulltrúa og starfsmanna ásamt því að áætlunin hefur fengið umfjöllun í fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar. Með því kjósa á móti áætluninni eru bæjarfulltrúar Miðflokksdeildar að kjósa á móti allir áætluninni, þar með talið fjárfestingarverkefnum og rekstraráætlun.
                                          Meirihluti B-, D- og U-lista

Fundarhlé tekið 18:00 - 18:10

Bókun
Á vinnufundunum sem við áttum með meirihlutanum kom alveg í ljós að við vorum ekki sammála þeim í eignfærðum fjárfestingum og þau eiga að vita það enda höfum við ekki legið á skoðunum okkar hvað þau atriði varðar. Það er ákveðin hræðsla við lántökur hjá meirihlutanum og ákvarðanafælni að okkur finnst.

Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í pólitík og erum í minnihluta og fáum því miður ekki ráðið meiru í þeirra fjárhagsáætlun og er alveg ástæðulaust fyrir okkur að samþykkja loforðalista meirihlutans. Við vorum með ákveðna stefnuskrá sem flestir kjósendur í Grindavík ákváðu að velja í síðustu kosningum og það er sá loforðalisti sem við viljum efna. Bókun meirihlutans segir að við höfnum allri fjárhagsáætluninni en því miður er ekki hægt að taka suma hluti út fyrir hana sem eru góðir og gildir þegar annað er ekki í lagi og þess vegna er okkur nauðugur sá eini kostur að hafna henni.
                                     Miðflokksdeild Grindavíkur

 

   

11.  

Slökkvilið Grindavíkur - Beiðni um viðauka - 2210084

 

Til máls tók: Ásrún.

Lögð fram beiðni um viðauka á launaliði hjá slökkviliði Grindavíkur vegna ársins 2022 að fjárhæð 7.475.000 kr. og lagt til að hann verði fjármagnaður með lækkun á liðnum 21611-1119.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

 

   

12.  

Hverfisskipulag í Grindavík - 2. áfangi - 2211014

 

Til máls tók: Ásrún.

Skipulagslýsing á öðrum áfanga hverfisskipulags í Grindvík lögð fram. Hverfiskipulagið tekur til Hrauna og Vara vestan Víkurbrautar og Austan Víkurbrautar afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi, Mánagötu, Hafnargötu og Ægisgötu.
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsinguna á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember 2022. Þá lagði skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðilum ásamt því að hún verði kynnt almenningi í samræmi við 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.

 

   

13.  

Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, íbúðarsvæði við ÍB3 (Laut). - 2209090

 

Til máls tók: Ásrún.

Svarbréf frá Skipulagsstofnun vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulaginu við Laut lagt fram. Skipulagsstofnun hafnar því að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega.
Skal því fara með aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar fyrir ÍB3 vegna þéttingar byggðar í Laut lögð fram.
Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að kynna aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi nefndarinnar þann 21. nóvember 2022.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.

 

   

14.  

Óveruleg breyting á aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði i7. - 2211052

 

Til máls tók: Ásrún.

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna iðnaðarsvæðisins i7 lögð fram.

Breytingin er gerð vegna þess að við vinnslu endurskoðaðs aðalskipulags 2018-2032, láðist að færa inn breytingar um stærð svæðisins og viðbótarskilmála, sem áður höfðu verið gerðar á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 fyrir iðnaðarsvæði i7. Deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið sem byggir á þeirri aðalskipulagsbreytingu sem er frá 2016.

Skipulagsnefnd samþykkti að farið verði væri með skipulagstillöguna í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010 og vísaði henni til bæjarstjórnar á fundi sínum 21. nóvember 2022.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

 

   

15.  

Beiðni um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Reykjanesi - 2211013

 

Til máls tók: Ásrún.

Orkustofnun óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar við umsókn HS Orku um nýtingarleyfi á jarðhita á Reykjanesi.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi þann 21. nóvember 2022 og var eftirfarandi bókað:
„Grindavíkurbær gerir ráð fyrir því að sérfræðistofnanir og eftirlitsaðilar fari yfir tæknileg atriði og áhrif á nýtingu jarðhitageymisins í sínum umsögnum.
Umsókn um uppfært nýtingarleyfi Reykjanesvirkjunar er innan þeirra marka sem gert er ráð fyrir í skipulagi sveitarfélagsins og því gerir Grindavíkurbær engar athugasemdir við umsóknina.
Í umsókninni eru engar upplýsingar um mögulegar framkvæmdir eða breytingar sem kunna að fylgja í kjölfarið og vekur Grindavíkurbær athygli á að allar breytingar og nýframkvæmdir þurfa að vera í samræmi við greinargerð og uppdrætti aðal- og deiliskipulags. Sveitarfélagið veitir jafnframt framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum og byggingarleyfi fyrir breytingum og byggingu nýrra mannvirkja.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.

 

   

16.  

Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049

 

Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.

Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. september s.l. er lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Hjálmar.

Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. október s.l. er lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Helga Dís og Hjálmar.

Fundargerð 46. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 17. september s.l. er lögð fram til kynningar.

 

   

19.  

Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og bæjarstjóri.

Fundargerð 783. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 16. nóvember s.l. er lögð fram til kynningar.

 

   

20.  

Bæjarráð Grindavíkur - 1626 - 2210020F

 

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

21.  

Bæjarráð Grindavíkur - 1627 - 2211003F

 

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, bæjarstjóri, Birgitta Hrund og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

22.  

Bæjarráð Grindavíkur - 1628 - 2211010F

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

23.  

Bæjarráð Grindavíkur - 1629 - 2211017F

 

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

24.  

Skipulagsnefnd - 108 - 2211002F

 

Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

25.  

Skipulagsnefnd - 109 - 2211016F

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, Birgitta Hrund, Helga Dís og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

26.  

Fræðslunefnd - 125 - 2211006F

 

Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Helga Dís og Hallfríður.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

27.  

Frístunda- og menningarnefnd - 120 - 2210019F

 

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður, Gunnar Már, bæjarstjóri, Hjálmar og Helga Dís.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

28.  

Hafnarstjórn Grindavíkur - 486 - 2211011F

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund og Gunnar Már.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

29.  

Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 67 - 2211013F

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Gunnar Már, Birgitta, Hjálmar, bæjarstjóri og Birgitta Rán.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

30.  

Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2022 - 2205198

 

Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Gunnar Már og Hjálmar.

Fundargerð 65. fundar stjórnar Reykjanesjarðvangs, dags 09.09.2022 er lögð fram til kynningar.

 

   

31.  

Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2022 - 2205198

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund og Hjálmar.

Fundargerð 66. fundar stjórnar Reykjanesjarðvangs, dags 11.11.2022 er lögð fram til kynningar.

 

   

32.  

Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2022 - 2203043

 

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Birgitta Hrund, Hallfríður, Helga Dís, bæjarstjóri og Hjálmar.

Fundargerð 294. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 15.09.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

33.  

Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2022 - 2203043

 

Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, Hallfríður og Helga Dís.

Fundargerð 295. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 20.10.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

34.  

Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2022 - 2203043

 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Helga Dís og Gunnar Már.

Fundargerð 296. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 17.11.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

35.  

2022 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2211009

 

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Gunnar Már, Hallfríður og bæjarstjóri.

Fundargerð 167. fundar stjórnar Keilis, dags. 22.06.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

36.  

2022 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2211009

 

Til máls tóku: Ásrún og Birgitta Hrund.

Fundargerð 168. fundar stjórnar Keilis, dags. 30.08.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

37.  

2022 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2211009

 

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Birgitta Hrund, Hallfríður, Helga Dís og Hjálmar.

Fundargerð 169. fundar stjórnar Keilis, dags. 28.09.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

38.  

2022 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2211009

 

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta, Hallfríður og Gunnar Már.

Fundargerð 170. fundar stjórnar Keilis, dags. 02.11.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

39.  

Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042

 

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta, Gunnar Már, Hallfríður, bæjarstjóri og Hjálmar.

Fundargerð 540. fundar stjórnar Kölku, dags. 35.10.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

40.  

Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042

 

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Helga Dís, Hjálmar og Hallfríður.

Fundargerð 541. fundar stjórnar Kölku, dags. 02.11.2022, er lögð fram til kynningar.

 

   

41.  

Fundargerðir Öldungaráð Grindavíkur 2022 - 2211077

 

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta, Helga Dís, Hallfríður, Gunnar Már og Hjálmar og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125