Óskađ eftir áhugasömum ađilum um uppbyggingu undir verslun og ţjónustu á svćđi viđ Hafnargötu

  • Fréttir
  • 30. nóvember 2022

Bæjarráð Grindavíkurbæjar óskar eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á svæði við Hafnargötu, sjá gulmerkt á mynd hér að ofan, sem er skilgreint til verslunar og þjónustu (VÞ1) á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Mikil uppbygging er fyrirhuguð við Hafnargötuna en þar stendur Kvikan menningarhús Grindvíkinga ásamt fjölmörgum öðrum verslunar- og þjónustuhúsnæðum. Deiliskipulag er í gildi þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota.
•    Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 má nálgast hér.
•    Gildandi deiliskipulag má finna hér.  

Á svæðinu/lóðinni er gert ráð fyrir starfsemi tengdri verslun og þjónustu þ.m.t. hótel, gistiheimili, gistiskálar, veitingahús og skemmtistaðir (gr. 6.2. liður c., skipulagsreglugerð nr. 90/2013). Stærð lóðar er um 2.200 m2. Bílastæði fyrir mannvirkið skulu standa innan lóðar og að aðgengi að lóðinni verði af Hafnargötu. Þá skal jafnframt gera ráð fyrir að hámarkshæð húsa sé 8 m í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags.  

Gatnagerðargjöld fyrir lóðina eru m.v. gjaldskrá ársins 2022 17.069 kr./m2 (samþykkt um gatnagerðargjöld má finna hér) og áætluð tengigjöld veitna sveitarfélagsins (kalt vatn og fráveita) eru um 1.000.000 kr. m.v. vísitölu í janúar 2022. Sækja þarf sérstaklega um inntök fyrir rafmagn og heitt vatn til HS Veitna.

Grindavíkurbær mun gera viljayfirlýsingu við þann aðila sem bæjarráð velur sem gildir í eitt ár. Innan þess tíma skal sá aðili sem valinn verður ljúka við þá skipulagsvinnu sem vinna þarf vegna áformanna þ.e. breytingu á aðal- og deiliskipulagi ásamt stofnun lóðar á sinn kostnað. Að lokinni skipulagsvinnu fer fram endanleg úthlutun á lóðinni. Gerður verður lóðarleigusamningur.

Við mat á umsóknum verður horft til hugmynda umsækjanda um uppbyggingu, húsagerð, hvernig húsin falla að umhverfinu ásamt því hvaða starfsemi verði á lóðinni og hvernig hún mun styðja við verslun og þjónustu í Grindavík.

Umsóknir skal senda á póstfangið fannar@grindavik.is 
Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 þann 6. desember 2022.
Nánari upplýsingar veitir Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 6. febrúar 2023

Sokkinn bátur varđ ađ rćđupúlti

Fréttir / 6. febrúar 2023

Viltu finna milljón?

Fréttir / 30. janúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. janúar 2023

Laust starf: Sálfrćđingur

Fréttir / 19. janúar 2023

Laus störf: Starfsfólk í heimaţjónustu

Fréttir / 16. janúar 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 13. janúar 2023

Tilkynning frá Kölku varđandi sorphirđu