Laust starf: Vallarstjóri

  • Fréttir
  • 30. nóvember 2022

Íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar óska eftir vallarstjóra - Um er að ræða 100% starf

Grindavíkurbær leitar að einstaklingi sem hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta börn og unglinga. Viðkomandi þarf að hafa áhuga og getu til að viðhalda og bæta aðstöðu íþróttamannvirkjanna utanhúss og í Hópinu. Útisvæði íþróttamannvirkja eru: knattspyrnuvellir, æfingagolfvöllur, Hreystigarðurinn og lóð íþróttamannvirkjanna.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 8. desember. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. janúar eða eftir samkomulagi

Helstu verkefni og ábyrgð
•    Hjálpa börnum að upplifa sig velkomin og örugg í Hópinu og útisvæði íþróttamannvirkjana
•    Hugsa um íþróttavellina, almenna umhirðu og viðgerðir
•    Umsjón með Hópinu.
•    Umsjón með ærslabelg og æfingatækjum utanhúss
•    Verkstýra starfsmönnum á sumrin
•    Ábyrgð á því að tæki séu í lagi

Menntunar- og hæfniskröfur
•    20 ára eða eldri
•    Menntun og/eða reynsla og ánægja af vinnu með börnum/unglingum
•    Reynsla af verkstjórn
•    Geta til að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði
•    Jákvætt viðhorf, góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
•    Vinnuvélaréttindi
•    Reynsla af sambærulegu starfi kostur
•    Kunnátta til að viðhalda tækjabúnaði
•    Hreint sakavottorð
 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur /Starfsmannafélags Suðurnesja.
Með umsókn þarf að fylgja stutt greinagerð um ástæður þess að viðkomandi vill starfa sem vallarstjóri. Öll eru hvött til að sækja um starfið óháð kyni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Árni Ólafsson forstöðumaður Íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar joi@grindavik.is

Einungis er tekið er við rafrænum umsóknum hér https://grindavik.umsokn.is/
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 1. desember 2023

Sorphirđa á mánudaginn - English - Polski

Fréttir / 29. nóvember 2023

Unniđ ađ leikskólavistun

Fréttir / 28. nóvember 2023

Safnskóli fyrir leikskólabörn

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 23. nóvember 2023

Aukaferđ á leiđ 55 kl.7:05 frá BSÍ ađ FS

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til upplýsinga fyrir íbúa Grindavikur.

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík