Fundur 1628

  • Bćjarráđ
  • 16. nóvember 2022

1628. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 15. nóvember 2022 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðsog Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 3. mál: 2208150 Umdæmisráð barnaverndar - Samningur.
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Fyrirspurn vegna svæðis við Hafnargötu - 2211026
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Kári Guðmundsson óskar eftir lóð við Hafnargötu undir 40 herbergja mótel eða gistiheimili á tveimur hæðum. Lóðin er í dag skilgreind á deiliskipulagi sem grænt svæði og er staðsett á móti Hafnargötu 8. Kári kom á fundarins og gerði grein fyrir hugmyndinni. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

2. Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2023 - 2210098
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu dagskrárlið. 

Tölvupóstur frá Unglingadeildinni Hafbjörgu, dags. 27.10. sl. lagt fram en þar er óskað eftir styrk vegna landsmóts unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem að fram fer í Grindavík í júní 2023. 

Bæjarráð samþykkir erindið. 

3. Umdæmisráð barnaverndar - Samningur - 2208150
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og Árborg, dags. 8.11.2022 lögð fram. 

Bæjarráð samþykkir að veita sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs umboð til að vinna að framgangi málsins samkvæmt minnisblaðinu og í framhaldi undirrita samning um málið fyrir hönd Grindavíkurbæjar og leggja samninginn fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

4. Þróun aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga - 2211035
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, daga. 7.11. sl. þar sem óskað er eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Gert er ráð fyrir því að 4-5 sveitarfélög verði fyrir valinu.

5. Félag heyrnarlausra óskar eftir stuðningi - 2211022
Tölvupóstur frá félagi heyrnarlausra, dags. 4.11. sl. þar sem óskað er eftir styrk til þýðingar á nokkrum þekktum barnabókum yfir á íslenskt táknmál. 

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr. á árinu 2023.

6. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066
Bæjarfulltrúarnir Birgitta H. Káradóttir, Birgitta R. Friðfinnsdóttir og Gunnar M. Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Farið yfir rekstur og fjárfestingar áætlunarinnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bćjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128