Fundur 1626

  • Bćjarráđ
  • 2. nóvember 2022

1626. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 1. nóvember 2022 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Bílastæði, aðgengi og umferðaröryggismál við Hópsskóla - 2209014
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskárlið. 

Tillögur að aðkomu að Hópsskóla lagðar fram. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

2. Bílastæði við Krók - 2210072
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskárlið. 

Lagt fram erindi frá húsfélaginu við Stamphólsveg 3, dags. 5. október sl. varðandi bifreiðar foreldrar barna á leikskólanum Króki sem lagt er á bílastæði blokkarinnar. 

Bæjarráð beinir því til foreldra leikskólabarna á Króki að leggja ekki í einkastæði við Stamphólsveg 3. Jafnframt að húsfélagið við Stamphólsveg 3 merki sín stæði sérstaklega. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara erindinu. 

3. Undirskriftalisti vegna opnunartíma sundlaugar - 2210017
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og forstöðumanni 

íþróttamannvirkja að móta tilllögur um breyttan opnunartíma sundlaugarinnar. 

4. Ósk um endurbætur á klefum og styrktaraðstöðu í íþróttamannvirkjum - 2206159
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Málinu vísað í vinnu við fjárhagsáætlun vegna ársins 2023.

5. Þjónustugjaldskrá á frístunda- og menningarsviði 2023 - 2209138
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram tillaga að þjónustugjaldskrá sviðsins.

6. Umdæmisráð barnaverndar - Samningur - 2208150
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs, dags. 1. nóvember 2022 varðandi rekstur umdæmisráðs hjá landsbyggðinni. 

Lagt er til að Grindavíkurbær gangi til samstarfs við Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga um rekstur umdæmisráðs í samstarfi við SSS. 

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

7. Víkurbraut 58 - Leyfisveitingar - 2210064
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram erindi frá frá Vinnumálastofnun dags 20. okt. sl. 

Með erindinu vill stofnunin upplýsa um fyrirhugaða leigu á húsnæði fyrir alþjóðlega vernd sem og að kanna hvort sveitarfélagið myndi vilja gera þjónustusamning er snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Bæjarráð gerir athugasemdir við það að Vinnumálastofnun leigi húsnæði í sveitarfélaginu til mótttöku flóttafólks án samráðs við bæjaryfirvöld. 

Að mati bæjarráðs er húsnæðið óhæft til móttöku flóttafólks og því óskar bæjarráð eftir fundi með Vinnumálastofnun.

8. Erindi til nefndasviðs Alþingis - 2210094
Lagt fram erindi frá Grindavíkurbæ til fjárlaganefndar, dags. 27. okt. sl. vegna beiðni um stuðning við gestastofu og samfélagsmiðstöð í Kvikunni.

9. Breyting á gildandi rekstrarleyfi veitingastaðar - Fishhouse ehf. - 2209089
Lögð fram beiðni um umsögn vegna breytinga á rekstarleyfi Fishhouse ehf. 

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir HES, byggingafulltrúa og slökkviliðs. 

Bæjarráð mælir með samþykkt leyfisins. 

10. Fjáreigendafélag - Ósk um styrk - 2210081
Lögð fram beiðni um styrk frá Fjáreigendafélagi Grindavíkur, dags. 20. okt. sl. til áburðarkaupa til að græða upp gróðursnauð svæði í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi. 

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 á árinu 2023 og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra áætlunina til samræmis.

11. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049
Bæjarfulltrúarnir Birgitta Hrund Káradóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Farið yfir stöðu málsins.

12. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066
Bæjarfulltrúarnir Birgitta Hrund Káradóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Farið yfir lækkunartillögur sviðsstjóra og stöðu áætlunarinnar. 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659