Fundur 1625

  • Bćjarráđ
  • 19. október 2022

1625. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. október 2022 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Húsnæðisaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar - 2204050
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagðar fram teikningar vegna breytinga á aðstöðu félags- og skólaþjónustu. 

Jafnframt er lögð fram beiðni um viðauka vegna breytinganna. Óskað er eftir heimild til að nota fjárheimild verkefnisins "Víkurbraut 62, breytingar á 3. hæð" í að laga núverandi aðstöðu félags- og skólaþjónustu. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

2. Aðalskipulag Grindavíkur- endurskoðun - 2209041
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum. 

Skipulagsnefnd hefur tekið erindið fyrir og sér ekki ástæðu til að fara í endurskoðun á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar. 
Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. 

3. Ástand gervigrass í Hópinu - 2209112
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram samantekt frá fundi með úttektaraðila vegna ástands gervigrass í Hópinu. 

Málinu er vísað í vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026.

4. Aðstaða og vélakostur Golfklúbbs Grindavíkur - 2209086
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram styrkbeiðni frá Golfklúbbi Grindavíkur vegna tveggja véla. Áætlaður kostnaður á nýjum vélum (röffsláttuvél og grínsláttuvél) samkvæmt tilboði HÁ 

Verslunar sem var sent í byrjun ágúst eru 19.152.377 kr. Einnig lögð fram áskorun um að koma að æfingaaðstöðu og vélaaðstöðu fyrir golfklúbbinn inn í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar. 

Málinu er vísað í vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026.

5. Undirskriftalisti vegna opnunartíma sundlaugar - 2210017
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagður fram undirskriftalisti með 168 undirskriftum þar sem lagt er til að sundlaugin verði opin til kl. 21:00 um helgar yfir vetrartímann í stað kl. 16:00. 

Frístunda- og menningarnefnd leggur til að íþróttamannvirkin verði opin til kl. 18:00 um helgar yfir vetrartímann. 

Bæjarráð vísar málinu í vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026.

6. Tillögur um nýtingu vindorku - 2208107
Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til aðilarsveitarfélaga samtaka orkusveitarfélaga, dags. 27. september sl., varðandi mögulegar áherslur aðildarsveitarfélaganna vegna fyrirkomulags vindorkunýtingar. Sveitarfélögum er gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

7. Kvennaathvarfið - styrkbeiðni - 2102161
Lögð fram styrkbeiðni Kvennaathvarfsins vegna ársins 2023 að fjárhæð 400.000 kr. 

Bæjarráð samþykkir 100.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins á árinu 2022 og óskar eftir reikningi vegna þessa. 

Jafnframt samþykkir bæjarráð að setja 100.000 kr. í styrk í fjárhagsáætlun 2023 til Kvennaathvarfsins. 

8. Fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar 2023-2026 - 2209058
Hafnarstjórn samþykkir vísutöluhækkun á þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2023 og vísar henni til staðfestingar hjá bæjarstjórn. 

Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnastjóra um ráðningu hafnarvarðar/hafnsögumanns. 

Bæjarráð vísar málinu í vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026. 

9. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066
Frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir Grindavíkurbæ og stofnanir 2023-2026 lagt fram. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2023