Nú í haust eru 50 ár síðan Tónlistarskóli Grindavíkur var stofnaður.
Af því tilefni ætlum við að hafa opið hús laugardaginn 15. október að Ásabraut 2.
Dagskrá hefst kl 13:00 með ávarpi skólastjóra, þar á eftir er boðið upp á opinn míkrafón, að því loknu kaffi og veitingar. Nemendur og kennarar verða með hópatriði á sal kl 14.00 og síðan verða uppákomur nemenda annað slagið á opnu sviði.
Við hvetjum fólk til þess að mæta, skoða skólann og prófa hljóðfærin. Kennarar verða á svæðinu og aðstoða.
Opnu húsi lýkur kl. 16:00
Starfsfólk tónlistarskólans