Fundur 106

  • Skipulagsnefnd
  • 10. október 2022

106. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 19. september 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Spóahlíð 1 - skipulag lóðar - 2209091
    Lóðarhafar við Spóahlíð 1 mættu til fundarins til að ræða skipulag lóðarinnar. 

Lóðarhafi lagði fram teikningar á fundinum sem eru í samræmi við skipulag. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram með lóðarhafa. 
         
2.      Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060
    Tillaga að deiliskipulagi fyrir Þorbjörn lögð fram til umfjöllunar. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
         
3.      Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
    Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis lögð fram til umfjöllunar. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
         
4.      Deiliskipulagsbreyting - Arnarhlíð 7 - 2209099
    Hólmfríður Guðrún Skúladóttir sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Arnarhlíð 7. Óskað er eftir stækkun á byggingarreit um 38 m2. Byggingarreitur skv. skipulagi er 323 m2 og verður 361 m2 samkvæmt umsókninni. 

Skipulagnefnd heimilar umsækjenda að fara í umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að það verði gert í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Sviðsstjóra er falið að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Arnarhlíð 5 og 8. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
         

5.      Óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. - 2209090
    Í Aðalskipulagi Grindavíkur 2018- 2032 er gert ráð fyrir þéttingu byggðar innan íbúðarsvæðis ÍB3 á tilteknum þéttingarsvæðum, sbr. töflu 1, Íbúðarsvæði í Grindavík. Við götuna Laut er um 0,5 ha íbúðarsvæði sem ekki hefur byggst upp, en ætlað var undir íbúðarlóðir skv. drögum að deiliskipulagi frá 2001 sem aldrei hlaut lögformlegt gildi. Í töflu 1 er umrætt svæði við Laut er ekki nefnt meðal þéttingareita innan ÍB3. Þar af leiðir er vafi á því hvort deiliskipuleggja megi nýjar íbúðir við Laut á grundvelli aðalskipulags. 

Skipulagsnefnd leggur til þá breytingu að á íbúðarsvæði ÍB3, verði bætt við heimild til byggingar 7 íbúðir í par- og raðhúsum við Laut. 

Skipulagsnefnd metur breytinguna á aðalskipulaginu óverulega, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nýjar íbúðarlóðir taka til lítil svæðis (0,5 ha) og eru innan í marka íbúðarsvæðis ÍB3, svo ekki er um breytta landnotkun að ræða. Sjö íbúðir í par- og raðhúsum hafa ekki áhrif á byggðamynstur og lítil áhrif á þéttleika íbúðasvæðis ÍB3. Áhrif þeirra á aðliggjandi byggð eru einnig talin óveruleg. 

Breytingin er gerð til að taka af vafa um að á íbúðarsvæði ÍB3 megi þétta byggð við Laut í samræmi við almenn markmið aðalskipulags um að nýta land sem best og bjóða fjölbreytta íbúðarkosti innan þéttbýlisins. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010. 
         
6.      Umsókn um framkvæmdaleyfi - endurnýjun stofnlagna ferskvatns og hitaveitu - 2209021
    Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt fylgigögnum frá HS orku og HS veitum vegna endurnýjun stofnlagna ferskvatns og hitaveitu frá Svartsengi um 3 km leið að tengistöðum ofan bæjarstæðis Grindavíkur. 

Núverandi lagnir eru komnar til ára sinna og sökum tíðra jarðskjálfta og bilana liggur mikið á þessari framkvæmd til að tryggja almenningi og fyrirtækjum í Grindavík öruggan aðgang að heitu og köldu vatni. Nefndin hefur kynnt sér framkvæmdina og fylgja nýjar lagnir eldri lagnaleið að mestu meðfram Grindavíkurvegi og eru að stórum hluta innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar. Nýtt rask af völdum framkvæmdarinnar er því afar takmarkað en þar sem hún fer í gegnum svæði nr. 104 á náttúruminjaskrá leggur nefndin áherslu á vandað verklag og frágang. 
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032. Er því fallið frá grenndarkynningu í samræmi við 5. mgr. 13. skipulagslaga. 

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfisumsóknina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125