Hefur ţú áhuga á ţví ađ taka ţátt í spennandi starfi Ungmennaráđs Grindavíkur?

  • Fréttir
  • 20. september 2022

Í samræmi við samþykktir Ungmennaráðs er auglýst eftir framboðum í Ungmennaráðið. Eftirfarandi fimm sæti eru laus:

13-16 ára.

  • Einn aðalmaður til eins árs.
  • Tveir varamenn til eins árs.

Verði frambjóðendur fleiri en sæti í kjöri, skal fara fram bein kosning meðal nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.

16-18 ára.

  • Einn aðalmaður til tveggja ára.
  • Einn varamaður til eins árs.

Verði frambjóðendur fleiri en sæti í kjöri, skal fara fram bein kosning á auglýstum framboðsfundi. Atkvæðisbærir eru ungmenni á aldrinum 16-18 ára með lögheimili í Grindavík.

Helsta markmið og hlutverk ungmennaráðs er:

  • að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,
  • að gæta hagsmuna ungs fólks t.d. með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega,
  • að undirbúa árlegt þing ungs fólks í Grindavík í samstarfi við viðeigandi stofnanir og forstöðumenn,
  • að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins,
  • að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í rekstri félagsmiðstöðva sveitarfélagsins,
  • að gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks

Tilkynningu um framboð skal senda á netfangið elinborg@grindavik.is. Senda skal nafn, heimilisfang, netfang og kennitölu. Auk þess þarf að fylgja með af hverju viðkomandi hafi áhuga á að bjóða sig fram í ungmennaráð. Framboðsfrestur er til og með 27.september 2022.

Nánari upplýsingar veitir Elínborg Ingvarsdóttir, elinborg@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir