Ný brunavarnaáćtlun Slökkviliđ Grindavíkur undirrituđ

  • Fréttir
  • 13. september 2022

Föstudaginn 9. september sl. var ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Grindavíkur samþykkt og undirrituð af slökkviliðsstjóra Grindavíkur, sveitastjóra Grindavíkur og forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjunarstofnun.

Húsnæðis- og mannvirkjunarstofnun unnið markvisst að því að styðja slökkviliðin í landinu við gerð brunavarnaáætlana og eru 19 slökkvilið í landinu með gilda áætlun eða 59% af slökkviliðum landsins.

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin samkvæmt lögum. Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliða fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.

Brunavarnaáætlanir eiga að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, eignir og umhverfi með fullnægjandi eldvarnaeftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Brunavarnaáætlanir gefa íbúum og stjórn sveitarfélagsins gott yfirlit yfir starfsemi og ástand slökkviliða og geta því orðið grunnur að gæðastjórnun og áætlun um endurbætur t.d. hvað varðar búnað, menntun og samstarf við aðra aðila. 

Einn mikilvægasti þáttur brunavarnaáætlunar er að gera sér grein fyrir hvar úrbóta er þörf og gera í kjölfarið verk- og kostnaðaráætlun þar að lútandi.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 1. desember 2023

Sorphirđa á mánudaginn - English - Polski

Fréttir / 29. nóvember 2023

Unniđ ađ leikskólavistun

Fréttir / 28. nóvember 2023

Safnskóli fyrir leikskólabörn

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 23. nóvember 2023

Aukaferđ á leiđ 55 kl.7:05 frá BSÍ ađ FS

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til upplýsinga fyrir íbúa Grindavikur.

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík