Haustdagskrá menningarhúsanna 2022

 • Fréttir
 • 8. september 2022

Haustinu fylgja ferskir vindar sem blása munu um í Kvikunni og Bókasafni Grindavíkur. Kvikan og Bókasafn Grindavíkur bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir almenning, fjölskyldur, skólahópa og börn. Kynntu þér dagskrána og taktu þátt í að skapa og njóta í haust!

MORGUNKAFFI Í KVIKUNNI
Kvikan - Alla miðvikudaga kl. 10:00
Eldri íbúum er boðið upp á kaffi í Kvikunni alla miðvikudagsmorgna kl. 10:00. Af og til mæta góðir gestir í heimsókn. Nánari upplýsingar um dagskránna og einstaka viðburði er að finna á samfélagsmiðlum Grindavíkurbæjar og á grindavik.is.

HAUSTKRANSAGERÐ MEÐ GUGGU
Kvikan - 5. september kl. 17:00
Lærðu að útbúa þinn eigin haustkrans undir leiðsögn Guggu í Blómakoti. Þátttakendur eru hvattir til að koma með greinar, lyng, mosa og ber til þess að nota. Námskeiðs- og efnisgjald er 3.500 kr. og greiðist á staðnum.

BÓKASAFNSDAGURINN
Bókasafnið – 8. september
Bóksafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum um allt land. Vakin er athygli á öllu því mikilvæga starfi sem unnið er á bókasöfnum og nauðsyn þeirra fyrir samfélagið. Á Bókasafni Grindavíkur geta lánþegar skilað bókum og fengið sektir á þeim felldar niður.

ENDURVINNSLUSMIÐJA FJÖLSKYLDUNNAR
Kvikan – 14. september kl. 16:00
Nýstofnað Listvinafélag Grindavíkur býður upp á endurvinnslusmiðju fyrir Grindvíkinga á öllum aldri. Endurvinnslusmiðjurnar hafa á undanförnum árum notið mikilla vinsælda hjá fjölskyldum þar sem börn fá að vinna að listsköpun úr óhefðbundnu efni.

LISTASMIÐJA Á STARFSDEGI
Kvikan – 19. september kl. 10:00
Gluggarnir í forsal Kvikunnar verða skreyttir að nýju. Á starfsdögum í Grunnskóla Grindavíkur er Kvikan opin börnum sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun. Ekki verður boðið upp á gæslu.

KRÓNIKA MEÐ ALLA
Kvikan – 21. september kl. 20:00
Alli á Eyri segir grindvískar sögur. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Gestur verður Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar.

HVERSU RÍKUR ER JÓAKIM FRÆNDI?
Bókasafnið - 26.-30. september
Nemendur í 5.-7. bekk keppast um að giska á hversu margar krónur verða í peningatanki Jóakims frænda sem komið verður fyrir á Bókasafni Grindavíkur. Sá eða sú sem kemst næst réttri upphæð fær myndasögusyrpu í verðlaun.

GRÆN SPOR OG GRÆNKERA KAFFI
Kvikan – 28. september kl. 20:00
Lára Lind Jakobsdóttir segir frá hagnýtum grænum lausnum sem bæta umhverfið okkar. Hún segir frá auðveldum skrefum sem hægt er að taka í átt að umhverfisvænni lífsstíl. Boðið verður upp á kaffi og vegan bakkelsi.

BETRI SVEFN – GRUNNSTOÐ HEILSU
Kvikan – 5. október kl. 17:15
Inga Rún Björnsdóttir sálfræðingur hjá Betri svefni fer yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu og líðan. Fjallað verður um algeng svefnvandamál og gefin góð ráð fyrir góðan nætursvefn.

HREKKJAVÖKUSMIÐJA FJÖLSKYLDUNNAR
Kvikan – 12. október kl. 16:00
Nýstofnað Listvinafélag Grindavíkur býður upp á hrekkjavökusmiðju fyrir Grindvíkinga á öllum aldri. Unnið verður að listsköpun og skreytingum fyrir hrekkjavökuna sem fram fer í lok október.

BLEIKI DAGURINN
Bókasafnið – 14. október
Bleiki dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt. Á bókasafninu er stillt upp bleikum bókum og bókum um krabbamein til að minna á þetta mikilvæga málefni. Einnig mætir starfsfólk í bleikum fötum og eru gestir hvattir til að gera það sama.

OPNUN Á LJÓSMYNDASÝNINGU LÁRU LINDAR
Kvikan – 14. október kl. 16:30-18:00
Á sýningunni verða sýnd ný verk eftir Láru Lind Jakobsdóttur þar sem að hún vinnur með efnivið úr náttúrunni í nágrenni Grindavíkur. Sýningin verður opin almenningi .

SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM
Kvikan - 15. og 16. október
Hin árlega Safnahelgi á Suðurnesjum er uppfull af skemmtilegum uppákomum og viðburðum um allan Reykjanesskagann. Söfn, setur og sýningar á Suðurnesjum opna dyr sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Fylgstu með á safnahelgi.is.

BANGSASPÍTALI Í KVIKUNNI
Kvikan – 19. október kl. 15:00-17:00
Kvikan breytist í bangsaspítala þar sem börn mega koma með bangsa eða dúkku að heiman og hitta heilbrigðisstarfsfólk. Bangsinn verður læknaður eftir því sem við á þ.e. settar umbúðir, plástrað, saumað o.frv.

SPILASTUND MEÐ SPILAVINUM
Bókasafnið – 24. október kl. 14:00-16:00
Spilavinir mæta með fjölbreytt og skemmtileg spil sem allir geta tekið þátt í. Spilavinir hjálpa til við að byrja hvert spil með því að kenna reglurnar og eru til taks til að aðstoða við spilin.

VETRARFRÍ Í KVIKUNNI
Kvikan – 24. og 25. október
Kvikan verður opin börnum á grunnskólaaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun eða vilja spila með vinum eða félögum. Ekki verður boðið upp á gæslu.

KRÓNIKA MEÐ ALLA
Kvikan - 26. október kl. 20:00
Alli á Eyri segir grindvískar sögur. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi.

HREKKJAVAKA Á BÓKASAFNINU
Bókasafnið – 31. otkóber – 4. nóvember
Starfsfólk bókasafnsins elskar hrekkjavökuna! Bókasafnið verður í draugalegum búningi, boðið verður upp á vasaljósalestur og lesnar verða draugasögur fyrir nemendur. Þann 4. nóvember verður sérstaklega draugalegt á safninu þegar starfsfólk mætir í búningum.

KEFLVÍSKT BÍTL Í STÓRSVEITARSTÍL
Kvikan – 2. nóvember kl. 20:00
Stórsveit Íslands hefur getið sér gott orð á liðnum árum. Þessi 22 manna hljómsveit býður til sannkallaðrar tónlistarveislu í Grindavík þegar hljómsveitin flytur vinsælt keflvískt bítl frá árunum 1965-1975 í nýrri útsetningu Þóris Baldurssonar.

MYNDASÖGUSMIÐJA FJÖLSKYLDUNNAR
Kvikan - 9. nóvember kl. 16:00
Nýstofnað Listvinafélag Grindavíkur býður upp á myndasögusmiðju fyrir Grindvíkinga á öllum aldri. Áhugasömum verður leiðbeint hvernig búa á til sögur í orðum og myndum.

PÓLSKT BÍÓ
Kvikan – 12. nóvember kl. 14:00
Pólverjar í Grindavík bjóða börnum í bíó. Í forsalnum gefst tækifæri til að hittast, spjalla og kynnast.

NORRÆNN BÓKMENNTAARFUR
Bókasafnið – 14.-18. nóvember
Í Norrænni bókmenntaviku er leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum. Bókasafn Grindavíkur mun bjóða börnum upp á upplestur úr norrænum bókum.

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU
Bókasafnið - 16. nóvember
Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Bókasafn Grindavíkur notar daginn til að kynna nýja og gamla íslenska höfunda fyrir lánþegum.

HLUTLAUS PERSÓNUFORNÖFN OG KYNHLUTLAUST MÁL
Kvikan – 16. nóvember
Í tilefni af degi íslenskrar tungu fjallar Selma M. Sverrisdóttir íslenskufræðingur og málfarsráðgjafi um hlutlaus persónufornöfn, kynhlutlaust mál og þær áskoranir sem því fylgja að temja sér slíkt mál.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. september 2022

Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Fréttir / 15. september 2022

Vissir ţú ađ...

Fréttir / 13. september 2022

Bingó!

Fréttir / 12. september 2022

Pétur Jóhann óhćfur á Fish House

Fréttir / 8. september 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna 2022

Fréttir / 6. september 2022

Göngum í skólann hefst á morgun

Nýjustu fréttir

Fjölmennt á fyrsta félagsfundi vetrarins

 • Fréttir
 • 29. september 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

 • Fréttir
 • 27. september 2022

Grćn spor og grćnkerakaffi

 • Fréttir
 • 25. september 2022

Mćlaskipti hjá HS Veitum

 • Fréttir
 • 22. september 2022

Krónika međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 20. september 2022

Forsćtisráđherra í heimsókn

 • Fréttir
 • 15. september 2022

Vinir í bata - 12 sporin

 • Fréttir
 • 12. september 2022