Fundur 105

  • Skipulagsnefnd
  • 6. september 2022

105. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 5. september 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Óveruleg breyting á deiliskipulagi Hlíðarhverfis - 2209015
    Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Hlíðarhverfis. Breytingin felur í sér skilmálabreytingu á hlutfalli bundinnar byggingarlínu einbýlis- og parhúsa í hverfinu, þ.e. að hlutfallið verði 30% í stað 60%. 

Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal fara fram grenndarkynning vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi. Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Það er mat skipulagsnefndar að 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga eigi hér við og er því fallið frá grenndarkynningu. 

Samkvæmt 2. gr. viðauka 1.1 í bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Sviðsstjóra er falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í B-deild Stjórnartíðinda og senda skipulagstillöguna á Skipulagsstofnun. 

         
2.      Fyrirspurn til skipulagssviðs - Spóahlíð 1 - 2209009
    Fyrirspurn frá Leiguhúsnæðinu ehf. vegna Spóahlíðar 1 lögð fram. Í fyrirspurninni er óskað eftir eftirfarandi breytingum á skipulagi lóðar, 

- Breyting á byggingarreit þannig að allar íbúðir hafi svalir og sérnotareiti í suður og eða vestur. 
- Að bætt sé við 12 bílastæðum austan við byggingarreit. 

Norðurhluti verði 3 hæðir og suðurhluti verði 2 hæðir, alls 18 íbúðir. Íbúðarstærðir verða 60-90 m². Við þessa breytingu verður garður hússins opinn til suðvesturs og nýtur betur sólar. 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu en óskar eftir að umsækjandi mæti á fund skipulagsnefndar til að fara yfir skipulag lóðarinnar.

         
3.      Deiliskipulag fyrir Laut - 2106115
    Grindavíkurbær sendi Skipulagsstofnun deiliskipulagið við Laut til yfirferðar þann 18. júlí sl. Svarbréf frá Skipulagsstofnun barst þann 10. ágúst sl. þar sem athugasemd er gerð við að sveitarstjórn Grindavíkurbæjar birti auglýsingu um samþykki deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagstillagan er í ósamræmi við ákvæði aðalskipulags fyrir íbúðarsvæði IB3. 

Sviðsstjóri leggur til að brugðist verði við athugasemd Skipulagsstofnunar með því að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar og auglýsa svo aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagið fyrir Laut samhliða í B-deild Stjórnartíðinda. 

Skipulagsnefnd samþykkir tillögur sviðsstjóra og vísar erindinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. 

         
4.      Spóahlið 9 - fyrirspurn til skipulagsnefndar - 2208151
    Grindin ehf. óskar er eftir að fá undanþágu frá skilmálum deiliskipulags og á lóðarblaði. Eftirfarandi er óskað: 

- Samkvæmt deiliskipulagi mega skyggni og skjólveggir ná 1,8m út fyrir byggingarreit, óskað er eftir að fara með útkragandi svalir allt að 2.5m inn á lóð út fyrir byggingarreit og skjólveggi (burðarvirki stiga) við anddyri 
megi vera 4m utan byggingarreit skv. meðfylgjandi teikningu. 
- Hæðarkóti keðjuhúss verði sá sami 19.00 á allar íbúðir jarðhæðar í stað stallað 17.00 / 18.00 / 19.00. 
- Íbúðarfjöldi hússins verður 12 íbúðir, brúttóstærð íbúðar er 103m2. 

Beiðni um undanþágu frá skilmálum deiliskipulag hvað varðar útkragandi svalir og burðarvirki stiga við anddyri er hafnað vegna þess að nefndin telur þessa breytingu vera það mikla að hún þurfi að fara í gegnum breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd óskar því eftir að umsækjandi leggi fram tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna þessa. Breyting á hæðarkótum verður grenndarkynnt á sama tíma og deiliskipulagsbreytingin. 
         
5.      Hafnargata 8 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208081
    Hrannar Jón Emilsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Þorbjörn hf. óskar eftir að breyta fiskvinnsluhúsi í veitingastað við Hafnargötu 8. Breyting á útliti, innra skipulagi og notkun. Samkvæmt þeim gögnum sem fylgja umsókninni verður húsið 2.011 m2 en samkvæmt deiliskipulagi má það vera 1.680 m2. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Er það mat nefndarinnar að stækkun á húsinu í fermetrum talið séu þannig að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkt á byggingaráformunum byggir því á 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
         
6.      Hólavellir 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208059
    Umsókn frá Matthíasi Guðna Jónssyni um byggingarleyfi fyrir stækkun á anddyri að Hólavöllum 2 lögð fram. 

Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði en hverfisskipulag tekur gildi á næstu vikum. Samkvæmt 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir þinglýstum eigendum íbúða í raðhúsalengjunni Hólavellir 2-18. 
         
7.      Lóuhlíð 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208159
    Viktor Jónsson sækir um byggingarleyfi vegna byggingar parhúss við Lóuhlíð 1-3. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Samkvæmt gögnum sem fylgja erindinu er hlutfall byggingar í bundinni línu út í götu um 58%. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
         
8.      Orkubraut 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208125
    HS orka óskar eftir byggingarleyfi fyrir byggingu á sökkli og plötu undir gáma sem hýsa munu neyðarafl við Orkubraut 3 í Svartsengi. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða sbr. viðauki 1.1 í bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

         
9.      Arnarhlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208174
    Bjarnasynir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Arnarhlíð 6. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 45%. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
         
10.      Arnarhlíð 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208173
    Bjarnasynir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Arnarhlíð 2. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 42%. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
         
11.      Víðigerði 30 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208163
    Eignarhaldsfélagið Normi ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús samkvæmt teikningum frá Arkitektastofu Þorgeirs dags. 28.08.2022 

Byggingarfulltrúi óskar eftir afgreiðslu skipulagsnefndar á málinu þar sem óljóst er í skipulagi hver leyfð hámarkshæð einbýlis- og parhúsa er. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
         
12.      Umsókn um framkvæmdaleyfi - Grjótnáma vestan Grindavíkur - 2209016
    Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grindavíkurbæ vegna grjótnámu vestan Grindavíkur. Ákvörðun um matskyldu frá Skipulagsstofnun liggur fyrir þar sem niðurstaðan er að framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gerð grein fyrir framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana. Er því fallið frá grenndarkynningu í samræmi við 5. mgr. 13. skipulagslaga. 

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfið og felur sviðsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfið. 
         
13.      Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082
    Umferðaröryggismál í sveitarfélaginu almennt til rædd. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að gera könnun á meðal íbúa sveitarfélagsins um það hver umferðarhraðinn í þéttbýlinu eigi að vera. 

Stefnt er á að fulltrúar um umferðaröryggismál mæti á fund skipulagsnefndar í október. 
         
14.      Beiðni um Hraðahindrun - 2207068
    Lagður fram undirskriftarlisti íbúa í Staðarhrauni 11-22 vegna áskorunar um hraðahindrun í götuna. 

Skipulagsnefnd hefur ákveðið að taka umferðaröryggismálin fyrir heildstætt. Könnun verður lögð fyrir bæjarbúa um umferðarhraða í þéttbýlinu ásamt því að ljúka við stefnu í umferðaröryggismálum fyrir sveitarfélagið. 

Erindinu er frestað. 
         
15.      Bílastæði, aðgengi og umferðaröryggismál við Hópskóla - 2209014
    Tillögur að breytingu að aðgengi að Hópskóla lagðar fram ásamt tillögu að bílsstæðum og aðkomu að nýbyggingu við Hópskóla. 

Skipulagsnefnd líst best á að sett verði einstefna frá innkeyrslu að Suðurhópi 1 norður fyrir innkeyrslu að Hópskóla. Er þeirri tillögu vísað til bæjarráðs. 

         
16.      Samþykkt um hænsnahald - 2108050
    Tillaga að samþykkt um hænsnahald í Grindavík lögð fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir samþykktina og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar, með þeirri breytingu að ekki er gerð krafa um samþykki aðliggjandi lóða. 
         
17.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 64 - 2208022F 
    Fundargerð afgreiðslumála byggingar og skipulagsmála nr. 64 lögð fram.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549