Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir starfsfólki

 • Fréttir
 • 30. ágúst 2022

Heilsuleikskólinn Krókur er sjálfstætt starfandi skóli í Grindavík. Skólinn er fimm deilda með um 108 börn og 37 starfsmenn. Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna, traust og gleði ríkir. Í stefnu skólans er lögð áhersla á heilsueflingu, jákvæð og uppbyggjandi samskipti, frjálsan leik í flæði, umhverfismennt, jóga og núvitund með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi. Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“.

Við óskum eftir leikskólakennara og stuðningsfulltrúa til starfa nú í haust.

Ef ekki fæst kennari með leyfisbréf til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun og/eða starfsreynslu. Stuðningsfulltrúastarfið krefst ekki sérstakra réttinda.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu undir stjórn deildarstjóra og sérkennslustjóra
 • Að læra um og tileinka sér starfsaðferðir skólans
 • Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við deildarstjóra og aðra starfsmenn
 • Taka þátt í skipulagningu starfsins í samstarfi við stjórnendur
 • Tileinka sér jákvæð samskipti og samvinnu við foreldra í samstarfi við stjórnendur
 • Tileinka sér stundvísi, samviskusemi og jákvæðni
 • Góða hæfni í mannlegum samskiptum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun eða annað kennarapróf
 • Reynsla af uppeldi og menntun ungra barna æskileg
 • Frumkvæði og ábyrgð í starfi
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagsfærni
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Nánari upplýsingar veita Hulda Jóhannsdóttir skólastjóri og Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarskólastjóri.

Umsóknarfrestur er til 12. september 2022


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. september 2022

Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Fréttir / 15. september 2022

Vissir ţú ađ...

Fréttir / 13. september 2022

Bingó!

Fréttir / 12. september 2022

Pétur Jóhann óhćfur á Fish House

Fréttir / 8. september 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna 2022

Fréttir / 6. september 2022

Göngum í skólann hefst á morgun

Nýjustu fréttir

Fjölmennt á fyrsta félagsfundi vetrarins

 • Fréttir
 • 29. september 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

 • Fréttir
 • 27. september 2022

Grćn spor og grćnkerakaffi

 • Fréttir
 • 25. september 2022

Mćlaskipti hjá HS Veitum

 • Fréttir
 • 22. september 2022

Krónika međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 20. september 2022

Forsćtisráđherra í heimsókn

 • Fréttir
 • 15. september 2022

Vinir í bata - 12 sporin

 • Fréttir
 • 12. september 2022