Samstillt framlína í opinberri ţjónustu á Suđurnesjum

  • Fréttir
  • 30. ágúst 2022

Fjölmenning auðgar er námskeið sem fór af stað miðvikudaginn 24. ágúst sl.

Suðurnesin eru fjölmenningarsamfélag með fjölmörgum tækifærum en jafnframt áskorunum. Mikilvægt að auka meðvitund um þær áskoranir sem felast í ólíkri sýn og ólíkum venjum fólks og styrkja þannig faglega þjónustu í samfélagi margbreytileikans.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum vinna saman að verkefni sem ber heitið Velferðarnet Suðurnesja ásamt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Lögreglunni á Suðurnesjum, Sýslumanninum á Suðurnesjum og skrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Nú í haust verður námskeiðaröð í boði innan þess verkefnis fyrir allt starfsfólk á starfsstöðum fyrrnefndra opinberra þjónustuaðila, sérstök áhersla verður lögð á að ná til starfsfólks sem starfar í framlínu stofnananna og sveitarfélaganna. Námskeiðið var þróað hjá Fjölmenningarsetri Íslands og hefur Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum tekið að sér námskeiðahaldið.  

Námskeiðaröðin hófst, sem fyrr segir, í síðustu viku með þátttöku leiðtoga ofangreindra starfsstöðva. Gríðarlega ánægja var með námskeiðið og er óhætt að segja að þátttakendur á þessu fyrsta námskeiði séu spenntir fyrir þeim samtakamætti sem námskeiðið mun hafa.

Með námskeiðinu er starfsfólki gefin tækifæri til þess að koma auga á auðinn sem felst í margbreytileikanum og verkfæri til þess að takast á við áskoranir fjölbreytileika samfélagsins. Unnið er að því að efla starfsfólk til þess að þjónusta íbúa Suðurnesja enn betur með viðhorfavinnu og virku samtali.

Með námskeiðunum er unnið að því styrkja sterka heild opinberrar þjónustu á Suðurnesjum, tryggja notendavænt viðmót í þjónustu fyrir alla einstaklinga og vellíðan starfsfólks í síbreytilegu og margbreytilegu starfsumhverfi. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 1. desember 2023

Sorphirđa á mánudaginn - English - Polski

Fréttir / 29. nóvember 2023

Unniđ ađ leikskólavistun

Fréttir / 28. nóvember 2023

Safnskóli fyrir leikskólabörn

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 23. nóvember 2023

Aukaferđ á leiđ 55 kl.7:05 frá BSÍ ađ FS

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til upplýsinga fyrir íbúa Grindavikur.

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík