Fundur 117

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 29. ágúst 2022

117. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 24. ágúst 2022 og hófst hann kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður,
Þórunn Erlingsdóttir,varamaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður, Auður Arna Guðfinnsdóttir, aðalmaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

 

 

Dagskrá:

 

1.  

Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014

 

Unnið verður að forhönnun sundlaugarsvæðisins í vetur. Í maí var auglýst á vef Grindavíkurbæjar eftir hugmyndum frá íbúum þar sem þeim gafst kostur á að koma hugmyndum sínum, ábendingum og athugasemdum á framfæri. Í auglýsingunni sagði m.a. að leitað væri að hugmyndum sem endurspegli hlutverk laugarinnar sem miðstöð sundkennslu, vellíðunar og leikja fyrir íbúa á öllum aldri.

Hugmyndir íbúa voru lagðar fyrir fund frístunda- og menningarnefndar þann 27. júní sl. Á þeim fundi var sviðsstjóra falið að vinna tillögur að framtíðarsýn fyrir sundlaugarsvæðið sem byggja á þeim hugmyndum sem bárust.

Minnisblað sviðsstjóra lagt fram þar sem hugmyndir íbúa vegna endurhönnunar sundlaugarsvæðisins hafa verið teknar saman í tillögur að framtíðarsýn fyrir svæðið. Nefndin vann frekar úr tillögunum á fundinum og felur sviðsstjóra að leggja þær fyrir bæjarráð.

 

   

2.  

Opnunartími ungmennahúss - 2208075

 

Ungmennahús ætlað 16-25 ára var starfandi sem tilraunaverkefni á fimmtudagskvöldum fyrri hluta árs. Samantekt forstöðumanns Þrumunnar um starfsemi ungmennahússins lögð fram.

Nefndin leggur til við bæjarráð að tryggja áframhaldandi rekstur ungmennahússins.

 

   

3.  

Málstefna Grindavíkurbæjar - 2207006

 

Grindavíkurbæ ber að setja sér málstefnu sbr. 130. gr. sveitastjórnarlaga. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

 

 

 

   

4.  

Frístundastyrkir - 2206140

 

Rætt um möguleikann á að taka upp styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir börn og unglinga með lögheimili í Grindavík sem ekki stunda íþróttir hjá íþróttafélögum með samstarfssamninga við Grindavíkurbæ.

Grindavíkurbær styður nú þegar vel við íþróttastarf í Grindavík sem tryggir lág æfingagjöld.

Nefndin telur að styðja þurfi við foreldra barna sem ekki stunda íþróttir. Markmiðið væri að öll börn og unglingar geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegri stöðu.

Nefndin felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.

 

   

5.  

Umsókn um styrk vegna íþróttaafreka - 2205234

 

Nefndin samþykkir að veita Nökkva Má Jónssyni styrk að upphæð kr. 45.000 á grundvelli 7. gr. reglna um styrki vegna íþróttaafreka.

 

   

6.  

Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205246

 

Lára Lind Jakobsdóttir sækir um starfsstyrk 2023 í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði.

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

 

   

7.  

Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205104

 

Drög að samsstarfssamningi við Grindavíkurkirkju lögð fram. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

 

   

8.  

Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205244

 

Frekari upplýsingar um starfsemi félagsins lagðar fram. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

 

   

9.  

Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205232

 

Þórunn vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Frekari upplýsingar um starfsemi félagsins lagðar fram. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

 

   

10.  

Starfsáætlun frístunda- og menningarnefndar 2022-2026 - 2206093

 

Unnið í starfsáætlun frístunda- og menningarnefndar 2022-2026.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviðanefnd / 10. október 2024

Fundur 1