Gleđi á gosvaktinni

 • Fréttir
 • 22. ágúst 2022

Félagskonur í Slysavarnadeildinni Þórkötlu svöruðu kallinu og voru mættar í björgunarsveitarhúsið í Grindavík daginn sem gaus í Meradölum 3. ágúst síðastliðinn. „Vaktin hefur verið töluvert rólegri en í fyrra, konur sem stóðu vaktina þá muna handtökin og hvað þarf að gera og græja,“ segir Guðrún Kristín Einarsdóttir formaður Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu. 

Nokkrar félagskonur stóðu vaktina fyrstu daga, en fljótlega var ákveðið að hafa tvær vaktir á dag, frá kl. 10-12 og kl. 17-19 og óska eftir minnst 2 félagskonum á vakt. „Við erum ríkar af mörgum konum sem alltaf eru boðnar og búnar að mæta og vinna þegar þarf. Þrátt fyrir að margar félagskonur hafi verið og séu enn í sumarfríum þá tókst okkur að manna allar vaktir nema eina og við stjórnarkonur stóðum hana,“ segir Gunna Stína. „Félagar okkar í Björgunarsveitinni Þorbirni og aðrir félagar okkar úr björgunarsveitum um allt land sem staðið hafa vaktina við gosstöðvarnar núna eru líka húskunnugir og geta séð um sig sjálfir þó við Þórkötlur séum ekki á staðnum. Okkur finnst þó alltaf langbest að vera á vaktinni og sjá um að allir fari vel saddir og sælir frá okkur. Það er alltaf gaman hjá okkur, góð stemning í húsinu og gaman að hitta og spjalla við aðra félaga. Við erum öll í sama liði og hér hjálpast allir að.“ 

Tækifærið var notað til að kaupa nýja uppþvottavél og var þeirri gömlu þakkað fyrir vel unnin störf síðustu ár. Vaskir sveinar sáu um að vélarskiptin gengu hratt og vel fyrir sig.

Gunna Stína segir að mörg fyrirtæki hafi staðið vel við bakið á deildinni núna líkt og í fyrra. „Hérastubbur bakari hringir nánast daglega og býður okkur bakkelsi og brauð. Mjólkursamsalan hefur einnig sent til okkar mikið af þeirra vörum. Veitingastaðir Grindavíkur stóðu mjög vel við bakið á okkur í fyrra og kunnum við fyrirtækjum í Grindavík okkar bestu þakkir fyrir að standa alltaf vel við bakið á deildinni. Í fyrra voru einnig einstaklingar að gefa okkur bakkelsi og kunnum við þeim sömuleiðis bestu þakkir fyrir.“

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af vaktinni, en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu Þórkötlu: Slysavarnadeildin Þórkatla. 
 

Guđrún Kristín Einarsdóttir (Gunna Stína) formađur     

  Guđrún María Vilbergsdóttir (Dúna) varaformađur                                                                              

Sigrún Stefánsdóttir gjaldkeri

Félagskonurnar Elísabet, Linda, Gunnur og Birgitta bregđa á leik.

Sólveig Steinunn Guđmundsdóttir (Solla) félagskona.

Bogi Adolfsson formađur Björgunarsveitarinnar Ţorbjarnar ađstođar viđ ađ koma nýrri uppţvottavél á sinn stađ. 

  Atli Kolbeinn Atlason ţáđi gömlu vélina

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. september 2022

Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Fréttir / 15. september 2022

Vissir ţú ađ...

Fréttir / 13. september 2022

Bingó!

Fréttir / 12. september 2022

Pétur Jóhann óhćfur á Fish House

Fréttir / 8. september 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna 2022

Fréttir / 6. september 2022

Göngum í skólann hefst á morgun

Nýjustu fréttir

Fjölmennt á fyrsta félagsfundi vetrarins

 • Fréttir
 • 29. september 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

 • Fréttir
 • 27. september 2022

Grćn spor og grćnkerakaffi

 • Fréttir
 • 25. september 2022

Mćlaskipti hjá HS Veitum

 • Fréttir
 • 22. september 2022

Krónika međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 20. september 2022

Forsćtisráđherra í heimsókn

 • Fréttir
 • 15. september 2022

Vinir í bata - 12 sporin

 • Fréttir
 • 12. september 2022