Íbúđakjarninn viđ Túngötu 15-17: Starf ţroskaţjálfa eđa iđjuţjálfa

 • Fréttir
 • 22. ágúst 2022

Íbúðakjarninn við Túngötu 15-17 óskar eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa í 50% starf. Starfið er fjölbreytt og gefandi, krefst sjálfstæðis í starfi og fagmennsku. Starfið felur m.a. í sér samskipti við notendur þjónustu sem geta verið með krefjandi þarfir og þarfnast umönnunar og/eða þjálfunar. Starfsmaður veitir persónulegan stuðning, aðstoð við athafnir daglegs lífs og hefur áhrif á þau velferðarúrræði sem í boði eru, s.s. mat á þörf fyrir hjálpartæki o.fl. Veitir fræðslu til þjónustunotenda sem og samstarfsfólks. Starfsmaður væri staðgengill forstöðuþroskaþjálfa. Um dagvinnu er að ræða.

Menntun, hæfni og reynsla:
•    Starfsleyfi sem iðjuþjálfi/þroskaþjálfi
•    Góð samskiptahæfni
•    Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
•    Íslenskukunnátta

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag (Iðjuþjálfafélag Íslands/Þroskaþjálfafélag Íslands.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Hlín Sigurþórsdóttir í síma 426-9909 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is

Umsóknum með upplýsingum um starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið hlin.s@grindavik.is 

Umsóknarfrestur er til og með 4. september næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. september 2022

Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Fréttir / 15. september 2022

Vissir ţú ađ...

Fréttir / 13. september 2022

Bingó!

Fréttir / 12. september 2022

Pétur Jóhann óhćfur á Fish House

Fréttir / 8. september 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna 2022

Fréttir / 6. september 2022

Göngum í skólann hefst á morgun

Nýjustu fréttir

Fjölmennt á fyrsta félagsfundi vetrarins

 • Fréttir
 • 29. september 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

 • Fréttir
 • 27. september 2022

Grćn spor og grćnkerakaffi

 • Fréttir
 • 25. september 2022

Mćlaskipti hjá HS Veitum

 • Fréttir
 • 22. september 2022

Krónika međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 20. september 2022

Forsćtisráđherra í heimsókn

 • Fréttir
 • 15. september 2022

Vinir í bata - 12 sporin

 • Fréttir
 • 12. september 2022