Fundur 1618

  • Bćjarráđ
  • 17. ágúst 2022

1618. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 16. ágúst 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Kaldavatnstankur og aðveituæð til Grindavíkur - 2208002
Bæjarfulltrúarnir Birgitta H. Ramsey Káradóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram fundargerð samráðsfundar HS Orku, HS Veitna og Grindarvíkurbæjar, dags. 9. ágúst sl. 

Bókun meirihluta B, D og U lista. 
Í málefnasamningi meirihluta B, D og U er kveðið á um að eitt af forgangsverkefnum núverandi kjörtímabils sé öryggi vatnsbóla og að vatnsvernd verði með besta móti í Grindavík. Með tilliti til þeirrar stöðu sem bæjarfélagið stendur frammi fyrir telur meirihluti nú enn mikilvægara að huga að vatnsöryggi og aðgangi íbúa og fyrirtækja að vatni. Meirihluti lýsir yfir ánægju vegna framvindu mála og niðurstöðum samráðsfundar forsvarsmanna Grindavíkurbæjar, HS orku og HS veitna um innviði bæjarfélagsins. 

Fulltrúar M lista taka undir ofangreinda bókun. 

2. Hringtenging rafmagns og raforkuöryggi í Grindavík - 2208003
Bæjarfulltrúarnir Birgitta H. Ramsey Káradóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Nokkuð hefur verið um rafmagnsútslátt í Grindavík en yfirleitt er slíkur útsláttur rekinn til þess að byggðin er tengd með einum rafmagnsstreng HS Veitna frá Svartsengi. Búið er að gera allar þær ráðstafanir til að lágmarka útslátt með úrbótum á liðavernd. 
Grindavík leggur áherslu á að gegnum Landsnet verði sköpuð hringtenging. 

Bókun meirihluta B, D og U lista 
Í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar er tekið fram að afhendingaröryggi rafmagns sé eitt af forgangsverkefnum á yfirstandandi kjörtímabili. Í ljósi þeirrar flóknu stöðu sem upp er komin er nú enn mikilvægara að huga að raföryggi, bæði til að þjónusta íbúa sem og fyrirtæki. 
Meirihluti B, D og U ítrekar ennfrekar að við fögnum þeim vendingum sem hafa átt sér stað í umræðum um mikilvægi innviða sveitarfélagsins, aðgang að heitu og köldu vatn til Grindavíkur, varafl í Svartsengi, varavatnsból á Suðurnesjum og ramagnsöryggi  Grindavíkurbæjar. 

Fulltrúar M lista taka undir ofangreinda bókun.

3. Eldgos í Meradölum - 2208004
Bæjarfulltrúarnir Birgitta H. Ramsey Káradóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagðar fram stöðuskýrslur samhæfingarmiðstöðvar almannavarna, vegna eldgoss í Meradölum nr. 1, 2 og 3. Einnig lagt fram bréf frá ríkislögreglustjóra, dags. 4. ágúst sl. vegna beiðni um að Grindavíkurbær taki að sér lagfæringar og merkingar gönguleiða á  svæðinu.

4. Skólamáltíðir - Útboð - 2206041
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Samningur við Skólamat ehf. í kjölfar útboðs lagður fram til kynningar.

5. Gjöld á skólavistun - 2208013
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bókun meirihluta B, D og U lista 
Í málefnasamningi B, D og U, meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar er kveðið á um að aðlaga eigi afslætti á fyrrihluta yfirstandandi kjörtímabils þegar litið er til þjónustu og gjalda fyrir börn og ungmenni. 
Markmið meirihluta er að jafna aðgang barna og ungmenna ásamt því að lágmarka kostnað barnafjölskyldna. Á þetta við um gjöld vegna dagforeldra, leikskóla, skólasels, skólamáltíða og æfingagjöld leikskólabarna samanborið við æfingagjöld barna og ungmenna á grunnskólaaldri. Meirihluti B, D og U óskar eftir að sviðsstjórar félagsþjónustu og fræðslusviðs ásamt sviðsstjóra frístunda og menningarsviðs taki saman gögn um áðurnefnd gjöld og vísi til umfjöllunar í viðeigandi fastanefndum, með það að leiðarljósi að lækka álögur og eða samræma gjöld við önnur sveitarfélög.

6. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 að lokinni endurauglýsingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir hreinsivirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu við Eyjabakka og frárennslislögn frá henni til suðurs á Hópsnesi og út í sjó. Þá er í tillögunni bætt við göngu- og reiðhjólastíg frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík að stíg með fram Nesvegi. Í tillögunni er jafnframt sett fram stækkun golfvallar við Húsatóftir í Grindavík. Nánar um tillöguna er vísað til  kynningargagna á heimasíðu sveitarfélagsins. Alls bárust 3 umsagnir innan athugasemdafrests endurauglýstrar tillögu þar sem ábendingar komu fram um landmótun á golfvelli með tilliti til hraunmyndana og legu stígar við Nesveg. 

Tillögur að svörum við umsögnum lagðar fram og samþykktar á fundi skipulagsnefndar þann 8. ágúst sl. Skipulagsnefnd fól sviðsstjóra að svara umsagnaraðilum. 
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi þann 8. ágúst sl. eftirfarandi breytingu á skipulagstillögunni til að bregðast við innkomnum umsögnum. 

-Bætt er við skilmála fyrir golfvöll ÍÞ2: Við landmótun vegna golfvallar skal leitast við að hlífa heillegum hraunhólum og opnum sprungum og halda óröskuðu hrauni sem hluta vallarins. 

Skipulagsnefnd hefur samþykkt skipulagstillöguna og var henni vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulagsnefndar.

7. Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka - 2110069
Tillaga að breyttu deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka lögð fram í kjölfar auglýsingar á tillögunni. Skipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkti tillögur að svörum við umsögnum á fundi sínum 22. mars 2022 og þá var sviðsstjóra falið að svara umsagnaraðilum. Í kjölfarið var Skipulagsstofnun send tillagan til yfirferðar, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga, og gerði stofnunin athugasemd við birtingu gildistöku deiliskipulagsins í B-deild stjórnartíðinda vegna ósamræmis við aðalskipulag. Breyting á aðalskipulagi sem tryggði samræmi þarna á milli var auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni, og hefur nú verið endurauglýst án breytinga á iðnaðarsvæðinu. 

Skipulagsnefnd bregst við athugasemd Skipulagsstofnunar með því að taka breytingu á deiliskipulagi Eyjabakka nú aftur til afgreiðslu, um leið og tengdri breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæja 2018-2032, golfvöllur, stígur og hreinsivirki er einnig 
vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd hefur gert eftirfarandi breytingar á tillögunni, m.a. til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar: 
- Fornminjar uppfærðar skv. skráningu. 
- Svæði utan skipulagsmarka aðgreind betur / sýnd í svart-hvítu. 
- Þrjár lóðir austan Nesvegar (sem verður Sundabraut) eru sameinaðar á eina lóð og settir skilmálar fyrir lóðina sem er ætluð fyrir geymslusvæði. 
- Skerpt er í greinargerð á ákvæðum byggingarreglugerðar sem snúa að brunavörnum. 
- Séu hús ekki sambyggð yfir lóðarmörk skal vera a.m.k. 3,5 m frá annarri hlið hússins að lóðamörkum til að tryggja aðgengi að baklóð. 
- Heiti á Nesvegi verður breytt í Sundabraut. 

Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna á fundi þann 8. ágúst sl. og vísaði henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulagsnefndar.

8. Skipulagsnefnd - 104 - 2208003F 
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659