Stóru skjálftarnir undanfarna sólarhringa sýna engin merki um kviku ţar sem ţeir áttu sér stađ

  • Almannavarnir
  • 3. ágúst 2022

Almannavarnir boðuðu til upplýsinga- og samráðsfundar í gær kl. 15:00 vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar samhæfingar- og stjórnstöðvar, aðgerðastjórna um land allt, Veðurstofu Íslands og vísindasamfélagsins.

Farið var yfir þær upplýsingar sem fram komu á nýrri gervitunglamynd í gær. Myndin sýnir mjög greinilega kvikuhreyfingar sem staðsettar eru norðaustur af gosstöðvunum í fyrra, milli Fagradalsfjalls og Keilis. Jafnframt sýna myndirnar að langstærsta aflögunin á Reykjanesskaganum yfir verslunarmannahelgina stafar af þessu kvikuinnskoti. Stóru skjálftarnir undanfarna sólahringa eru gikkskjálftar og engin merki um kviku þar sem þeir áttu sér stað.

Einnig kom fram á fundinum að allt viðbragð á Suðurnesjum er reiðubúið til að takast á við eldgos ef til þess kæmi. Nú sé til staðar dýrmæt reynsla úr fyrra eldgosi til viðbótar við þá þekkingu og þær viðbragðsáætlanir sem til staðar voru fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli.

Almannavarnir eru í nánu samstarfi við staðbundna viðbragðsaðila og fulltrúa helstu innviða og er þessi upplýsinga- og samráðsfundur hluti af því samstarfi. Einnig eru þær í góðri samvinnu við Veðurstofu Íslands, m.a. í tengslum við upplýsingagjöf til almennings. Þar að auki eru Almannavarnir í samstarfi við sveitarfélögin, bæði hvað varðar upplýsingagjöf, viðbúnað og viðbragð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 29. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 29. apríl 2024

Fréttir / 29. apríl 2024

Styrktarbingó Grindavíkur og Breiđabliks