103. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 7. júlí 2022 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, varamaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
1. Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115
Auglýsingartími fyrir deiliskipulagstillögu Lautar er lokið. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 16. maí til og með 28.júní 2022.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands, HS veitum og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Þá barst ein athugasemd frá íbúa. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagstillöguna í umsögnum. Í athugasemd íbúa er lagt til að svæðið verði opið svæði með trjálund, sætum og bekkjum í stað íbúðarsvæðis, einnig var líst yfir ánægju með aukningu bílastæða fyrir hverfið á svæðinu. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við athugsemd íbúa, svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og þegar eru til staðar bæði innan svæðis, við leikskólann Laut, og í næsta nágrenni við Grunnskóla Grindavíkur svæði sem nýtast íbúum Grindavíkur. Þá bendir skipulagsnefnd á að í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir litlu útivistasvæði við endann á Laut 10 og 12 sem liggur við stíga sem tengjast aðliggjandi götum.
Skipulagsnefnd samþykktir skipulagstillöguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs sem í dag hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun á fundi bæjarstjórnar þann 7. júní 2022.
2. Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112
Auglýsingartími fyrir hverfisskipulag stíga- og vallahverfis er lokið. Tillagan var auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 16. maí til og með 28.júní 2022.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Tillögur að viðbrögðum við umsögnum lagðar fram.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna ásamt tillögu að viðbrögðum við umsögnum og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs sem í dag hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun á fundi bæjarstjórnar þann 7. júní 2022. Þá er sviðsstjóra falið að hefja undirbúning á vinnu við næsta hverfisskipulag á þegar byggðum hverfum í Grindavík sem ekki eru deiliskipulögð.
3. Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082
Drög að stefnu Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram til umfjöllunar.
Farið yfir hvað hefur verið gert af þeirri aðgerðaráætlun sem var farið yfir á fundi skipulagsnefndar þann 21. júní 2021 í kjölfar ábendinga íbúa.
Aðgerðum sem er lokið eru eftirfarandi:
- Hraðatakmörkun á Mánagötu, þrenging í miðja götu.
- Hraðatakmarkanir á Hópsbraut. Þrengingar og gönguþveranir.
- Kaup á hraðamæli. Sett up á Staðarhrauni.
- Gönguþverun við Suðurhóp við Stamphólsveg 5.
- Klára gönguþverun við Gerðavelli.
- Gangbraut og þrenging yfir Hópsbraut milli Víkurhóps og Vesturhóps.
- Mála gangbraut milli Fiskanes og Salthús við Hafnargötu.
- Úttekt á skiltum við gatnamót
- Sérstök gangbrautarlýsing á gangbrautum lokið við Víkurbraut og Hópsbraut.
Aðgerðir sem eru í vinnslu eru eftirfarandi:
- Gönguleið á Nesvegi við gámaplan að Eyjasundi á árinu 2021 eða 2022.
- Hraðatakmörkun og gönguþverun við gatnamót Vesturbrautar og Víkurbrautar.
- Umferðarspegill við Blómsturvelli settur upp.
- Málun gatna og gangbrauta.
Aðgerðir sem er ekki er lokið eða eru í bið eru eftirfarandi:
- Gangbraut í suðurenda Vesturhópi.
- Göngustígur milli Lautar og Vesturbrautar er ólokið en verkefnið er ekki fjármagnað á fjárhagsáætlun.
- Sjálfvirk lýsing við eina gangbraut til prófunnar. Beðið eftir niðurstöðum á hvernig þetta virkar í íslensku veðurfari t.d. í Reykjavík.
- Gatnamót Túngötu og Ægisgötu.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið m.t.t. umferðarhraða innan þéttbýlisins. Stefnt er að skipulagnefnd fundi sérstaklega um umferðaröryggimál í september 2022. Þá felur skipulagsnefnd sviðsstjóra jafnfram að ræða við Vegagerðina um vegi þeirra innan þéttbýlis sérstaklega varðandi umferðaröryggi við Ránargötu og Austurveg.
4. Beiðni um umsögn um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga 2008-2020 - 2206084
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir athugasemdum vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar. Breytingin felst m.a. í að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og þéttleiki byggðar á svæðinu er aukinn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna og vísar afgreiðslu málsins til afgreiðslu bæjarráðs sem í dag hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun á fundi bæjarstjórnar þann 7. júní 2022.
5. Beiðni um umsögn vegna deiliskipulags við Snókalönd við Bláfjallaveg í Hafnarfirði - 2207016
Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags við Snókalönd við Bláfjallaveg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna og vísar afgreiðslu málsins til afgreiðslu bæjarráðs sem í dag hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun á fundi bæjarstjórnar þann 7. júní 2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.