Fundur 1614

  • Bćjarráđ
  • 29. júní 2022

1614. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. júní 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:


1. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags - 2206128
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs, dags. 23. júní 2022, vegna beiðni Þórunnar Ólafsdóttur um heimild til að sækja grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags. 

Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir námskostnað vegna skólavistar í Ásgarði og felur sviðsstjóra félagþjónustu- og fræðslusviðs að leggja fyrir viðaukabeiðni vegna málsins.
 

2. Umsókn um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags - 2206097
Lagður fram tölvupóstur vegna beiðni um mótframlag sveitarfélagsins vegna tónlistarnáms á höfuðborgarsvæðinu. 

Bæjarráð samþykkir erindið.
 

3. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar - ráðning - 2205256
Lagður fram ráðningarsamningur við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, kjörtímabilið 2022-2026. 

Bæjarráð samþykkir ráðningarsamninginn.
 

4. Kosning í nefndir samkvæmt D-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205254
Tillaga lögð fram um skipan aðal- og varamanna í Öldungaráð Grindavíkurbæjar. 

Aðalmenn 
Sæmundur Halldórsson 
Klara Bjarnadóttir 
Ingi Steinn Ingvarsson 

Varamenn 
Birgitta Káradóttir 
Ásrún Kristinsdóttir 
Margrét Birna Valdimarsdóttir
 

Bæjarráð felur öldungaráði að kjósa formann ráðsins á fyrsta fundi ráðsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fyrsta fundar ráðsins. 
Fyrri skipan bæjarstjórnar í ráðið fellur jafnframt úr gildi. 

Bókun 
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar á skipun í Öldungaráð er með eindæmum. Að útiloka Miðflokkinn, stærsta flokkinn í Grindavík í s.l. sveitarstjórnarkosningum frá ráðinu er alveg útí hött. Töluverður hluti eldri borgara lagði lóð á vogarskálarnar til að kosning  Miðflokksins varð eins glæsileg og raunin varð vegna þess að þau treysta okkur til að vinna fyrir þau. Ein af aðaláherslunum frá stofnun Miðflokksdeildar Grindavíkur hefur einmitt verið að bæta þjónustu og kjör eldri borgara. 

F.h. Miðflokksins, 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir 

Fundarhlé tekið kl. 16:30 til 16:50 

Bókun 
Meirihluti B, D og U hafnar því að verið sé að útiloka Miðflokkinn úr öldungaráði. Meirihlutinn samanstendur af þremur stjórnmálaöflum sem hver kýs sinn fulltrúa í ráðið. Á síðasta kjörtímabili sat einn fulltrúi bæjarstjórnar í öldungaráði og var það fulltrúi frá Miðflokknum en núna er komið að öðrum að taka þátt í þeim samráðsvettvangi. Framundan eru spennandi tímar í málefnum eldri borgara þar sem fara þarf í stefnumótun með nýrri félagsaðstöðu og uppbyggingu á svæðinu við Víðihlíð. Í málefnasamningi meirihlutans kemur fram að farið verði í framtíðarstefnumótun í tómstunda- og frístundastarfi með það að markmiði að efla tómstundastarf m.a. eldri borgara. Það er ætlun meirihlutans að halda áfram uppbyggingu og stuðningi við eldri borgara í Grindavík

Meirihluti B-, D- og U-lista 

Bæjarráð samþykkir tilnefninguna með 2 atkvæðum, Hallfríður er á móti. 
 

5. Rekstrarleyfi gististaðar í flokki IIC - Gistihúsgrindavík ehf. - 2204132
Fyrir liggja umsagnir frá HES, Slökkviliði Grindavíkur og byggingarfulltrúanum í Grindavík. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
 

6. Rekstrarleyfi gististaðar í flokki IIG - VK List ehf. - 2202042
Fyrir liggja umsagnir frá HES, Slökkviliði Grindavíkur og byggingarfulltrúanum í Grindavík. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins innan þeirra tímamarka sem HES hefur sett fram.
 

7. Skipulagsnefnd - 102 - 2206006F 
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
 

8. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 61 - 2206014F 
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125